Loðmundarfjörðurinn

Frumburðurinn verður 18 á morgun! Við héldum 20 og e-ð manna „fjölskylduboð“ í dag og hún fékk endalaust margar flottar gjafir… þar á meðal hin ýmsu gjafakort fyrir 1-2 persónur, fjármuni og rassabók.

Hvert fór tíminn annars? Mér finnst tíminn fljúga frá mér… alltíeinu er korter í að börnin flytji að heiman, búin að búa með karlinum í 20 og 1/2 ár, búin að búa í DK í heila eilífð og man ekkert eftir fermingardeginum mínum. Eiginmaðurinn segir að ég rembist við að lifa lífinu vinstra megin… því honum finnst ég keyra of hratt. Mér finnst ég vera að missa af öllu og þurfi því að vera á vinstri helmingi hraðbrautarinnar… Mætti vera þar oftar og meira.

Í kvöld ætla ég að segja ykkur frá stuttri dagsferð í Lommann 1. ágúst.

Lomminn er uppáhaldsfjörðurinn minn ásamt Seyðisfirði. Borgarfjörður eystri er í 3ja sæti…

Við fórum af stað, mamma, pabbi og Viktor 8 ára frændi minn í rigningu og súld á köflum.

2013-08-01 12.06.14

Veðrið fór batnandi eftir sem nær dró…

2013-08-01 12.28.22

Á leiðinni niður Neshálsinn, þarna sést Borgarnesið, Seyðisfjörðurinn og Loðmundarfjörðurinn… jú og aðeins í Skálanesbjargið. Það var þarna sem trukkurinn hennar mömmu var alltaf drepandi á sér í hverri afsmelltri mynd… mamma segir að það sé slæm tenging á milli mín og trukksins. (Sjá bloggfærslu frá 3. ágúst)

2013-08-01 15.09.20

Alveg sama hversu oft Gunnhildurinn hefur ratað á netið hjá mér, fær hún að koma aftur og aftur… elska þetta fjall! Á myndinni sést Viktor í berjamó og pabbi að rölta upp á Bríkurnar.

2013-08-01 15.20.42

Þessi er tekin úr hrauninu og upp í Hraundal.

2013-08-01 15.33.48

1. ágúst og enn snjór á tjörnunum upp á Bríkunum

2013-08-01 16.15.58

Viktor fékk það í gegn að það yrði farið í feluleik í hrauninu…

2013-08-01 15.42.16

Það fundu allir aldurshópar felustað við sitt hæfi… og Karlfellið er í baksýn.

2013-08-01 15.51.37

Ég fann blóm… e-ð svo yndislega íslensk þessi náttúra (veit einhver hvað svona blóm heitir?)…

2013-08-01 16.39.07

… og hreindýrshorn… og á bakvið hornið sést inn dalinn og suðurfjöllinn.

2013-08-01 15.59.39

mamma tók 17.775 myndir… án gríns!

2013-08-01 16.28.56

Stakkahlíðarhraunið er frábær staður til að gera allskonar mismunandi hluti… t.d. til að fara í feluleik, fela lík, fela þýfi, fela kindur, kela hitt og fela þetta.

Elska þennan fjörð og þessa dali, það má ekki einu sinni pissa útí náttúrunni… takið með ykkur poka!

2013-08-01 14.34.25

Viktor slakur í tröppunum við Norðurskúrinn í Stakkahlíð. Enda nýbúin að hlusta á skemmtilegu sögurnar mínar (mér finnst þær skemmtilegar), sem flestar fjölluðu um hestaferðirnar á haustin þegar við riðum ofan af Héraði, sóttum stóðið í Lommann og gleðin í Stakkahlíð skók fjörðinn.

2013-08-01 20.33.40

Á leiðinni heim keyrði mamma Trukkinn eins og hann dró og þetta er eina myndin sem ég tók, án þess að slasa mig eða missa símann útum gluggann. Þetta er Héraðsflóinn og þokan…

Áður en ég býð guten nacht, þá langar mig að segja ykkur frá sms-i sem húsbóndinn var að fá frá Guðstengda nágrannanum.

„Hæ elskan, börnunum langar að segja góða nótt við þig og vilja að þú biðjir með þeim… ástarkveðja X“

Sigfús hljóp því yfir og kemur aftur eftir smá…

One Response to “Loðmundarfjörðurinn

Skildu eftir svar við Tinna töff Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *