Ójafnvægi…

Í gærkvöldi var ég að hengja út þvottinn í rökkrinu og var frekar djúpt sokkin í dagdraumana. Ég heyrði alltaf e-ð þrusk og rót í laufahrúgu rétt hjá mér, en tók samt ekki eftir því… eða spáði ekki í því… þangað til ég rankaði við mér og hugsaði: „SHIT, þetta gæti verið rotta…“ Því ef þetta væri rotta, vissi ég að ég yrði ekki mínútunni eldri. Ég hélt ró minni og kíkti aftur fyrir mig og sá þá þennan krúttlega broddgöld gægjast útúr laufahrúgunni og rölta meðfram trégirðingunni og síðan eftir limgerðinu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé broddgölt í mínum garði… þeir eru mest sem slys útá götu.

En að allt öðru…

Þetta myndband (klikkið á litaða textann) var bannað á youtube… enda niðrandi með eindæmum… Myndbandið hennar Miley Cyrus var EKKI bannað…

k-bigpic

Í síðustu færslu sagði ég ykkur frá að við værum á leiðinni á tónleika. Danska tónlistargoðið, sem ALLAR danskar konur elska, var mættur í Mölleparken og við rétt höfðum okkur upp úr sófanum eftir erfiða vinnuviku. Upphitunarhljómsveitina þekki ég ekki og mun líklega ekki heyra í henni aftur. Við skemmtum okkur konunglega.

2013-08-30 20.27.30

Thomas Helmig steig síðan á sviðið eftir að hafa látið okkur bíða eftir sér í næstum kl.t.. Hann var með margra manna hljómsveit með sér, allt karlmenn nema Nellie sem er þrælgóð söngkona og gullfalleg.

Allir karlmennirnir voru klæddir í síðar buxur og boli eða skyrtur. Nellie var í blúndusokkum, sokkaböndum, brók og einhverskonar korselett með beran maga og bert á milli búbbísanna, ásamt minnst 15 cm hælum.

Thomas byrjaði að dansa kynþokkafullan (fannst honum sjálfum og dk konunum) í fyrsta laginu. Hann hefur greinilega stúderað Stuðmannamyndina „Með allt á hreinu“ og æft sig á þeirra danssporum í 31 ár. Jesus… þetta var nákvæm eftirlíking á sporunum í „Draumur okkar beggja“!

2013-08-30 21.23.57

Dönsku konurnar misstu sig og allt ætlaði um koll að keyra. Thomas lét ekki Stuðmannasporin nægja heldur byrjaði að kiða sér til skiptis upp að hljóðnemastönginni og fákæddu Nellie. Hann kann þetta karlinn!

Svona gekk þetta 3 fyrstu lögin… Nellie lét sér þetta í léttu rúmi liggja og nuddaði sér á móti upp og niður og út og suður.

En svo gerðist e-ð… Thomas varð fyrir einhverri slökun og fór að syngja eðlilega.

Ég slakaði líka á og söng með þegar hann söng „Malaga“…

Så godnat Malaga, godnat København

Mine længslers vingesus

Sov godt Michigan og Englenes By

Jeg lukker mine øjne i Århus

Þá hvíslar hann Sigfús minn í eyrað á mér: „hey, þetta er lásý…!“

Ég: „hvað“

Hann Sigfús minn: „að kunna textana hans Thomas Helmig…“

My god! (Ég er búin að búa í DK í heila eilífð)

Ég beið spennt eftir að einhver af strákunum færi úr… því þetta var e-ð svo ójafnt! Var ekki alveg að gúddera að Nellie væri bara ein á blúndunni! Ég beið og beið… Thomas og Nellie fóru aftur að nudda sér upp að hinum ýmsu hlutum og upp að hvort öðru… en engin af karlmönnunum fækkaði fötum. Afhverju ekki?

2013-08-30 22.19.34

Mölleparken var fullur af fólki, rúmlega 5000 manns mættu á síðustu sumartónleikana og væntingarnar voru gífurlegar! Eins og ég hef áður skrifað, elska ALLAR danskar konur Thomas. Konurnar höfðu margar hverjar dregið mennina sína með sér og börnin… til að kynna börnin fyrir ædoli móðurinnar. Danskir karlmenn fíla almennt ekki Thomas en láta sig hafa það að fara á tónleika með konunni, líklega til að bjarga hjónabandinu.

1150190_10202079976703798_1287877092_n

Það gera okkar menn… þeir elta okkur á Thomas til að hjónaböndin fari ekki í vaskinn.

Kvöldið eftir var hittingur hjá Boxklúbbnum (hljómar „Boxklúbburinn“ ekki vel? hljómar þetta ekki eins og ég sé alvöru boxari?). Allavega var hittingur og þar voru tónleikarnir ræddir fram og tilbaka.

Þegar ég gagnrýndi klæðnaðinn á hljómsveitarmeðlimum fékk ég þessi svör af sumum konunum í boxinu:

  • hún var klædd svona, svo að það væri e-ð handa karlmönnunum (því þeim finnst Thomas leiðinlegur)… Hvurslags rök eru það eiginlega??? 
  • hún var ekki ber á maganum og upp á milli brjóstanna… það var svona húðlitað nylonefni á milli… aha, það breytir ÖLLU!
  • hún er svo vel vaxin… Ok, er það skylda hverrar velvaxinnar konu að vera nánast nakin?
  • svona eru öll hans show… „Vi gör bare som vi plejer…“ 
  • HA, afhverju vildirðu að einhver af körlunum færi úr?????????????? OMG, ég vildi ekkert að einhver karl færi úr… en samt… afhverju ekki, fyrst hún var svona fáklædd?

Ef ég vill horfa á hálfgerðar samfarir á sviði, þá vel ég ekki Mölleparken, heldur kynlífsmessu í Aabenraa!

2013-08-30 22.38.06

Ef myndabandið fyrir ofan var bannað á youtube, þá á líka að banna Thomas Helmig á sviði.

2 Responses to “Ójafnvægi…

  • Tinna töff
    11 ár ago

    Hahaha og að hugsa sér að ég hafi hætt við að fara á þetta pornshow…. átti sko að fá að standa frítt í bjórsölunni 😉

    • Dagný
      11 ár ago

      þú hefðir ekki fílað þetta Tinna… I know you!

Skildu eftir svar við Dagný Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *