DIOR og LjÓmiNn

Ég er mjög blönduð A og B manneskja… AB manneskja eða AB mjólk! Stútfull af hollum gerlum! Hahahaha þetta var engin 5 aura djókur- þetta var dýr heimagerður djókur (leggðu bara dágóða upphæð inn á nýja reikninginn minn í Sydbank).

Þótt mér finnist best að vinna á morgnana, get ég vakað fram eftir öllu, sem gerir það að verkum að ég á erfitt með að tala á morgnana. Það er ekki fyrr en um 8.00-8.15 að ég hætti að segja „mmm“ og opna bæði augun. Vinnufélagarnir skilja þetta ekki og gleypa  hveljur þegar ég segist hafa farið að sofa kl 23.30 og lýg oftast blákalt um 1-1 1/2 klukkutíma því ég myndi eyðileggja daginn fyrir þeim ef þeir vissu sannleikann. Þau eru flest svo óskapans snemmsvæf.

Ég er líka týpan sem vakna ALLTAF of seint, geri það allra nauðsynlegasta og tekst að mæta ca á réttum tíma. Þessvegna ekkert meik né púður. Og yfir háveturinn er maður jafn hvítur og hundaskítur.

Um daginn fékk ég nóg… barði í borðið hérna heima hjá mér og tilkynnti sjálfri mér og húsgögnunum að ég yrði að fá ljóma (glød) í andlitið. Þetta gengi bara ekki lengur… allar í sjónvarpinu hefðu ljóma í andlitinu, sumar vinkonur mínar líka og Linda P líka (ekki Linda P hans Garðars og ekki Linda P fyndna frá Sydhavn, heldur Miss Iceland/WORLD 1985). En ég bara lifði mínu lífi með grámann í hámarki, annað augað opið og segjandi „mmm“ fram eftir morgni.

Þangað til ÞETTA varð mitt…

2013-03-12 18.51.27

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dior og ég erum orðnir bestu vinir og maka ég þessu á mig í tíma og ótíma. Og ekki minnkaði það þegar ég fór að fá hvert hrósið á fætur öðru frá vinnufélugunum fyrir ljómann. Ljóminn hefur gert útslagið… Þetta hefur breytt svo miklu að það trúir engin að ég hafi verið á næturvakt… allar dagvaktirnar halda að ég sé nýkomin og þegar ég er á dagvakt, þá er ég spurð að því hvort ég hafi náð 8 tíma svefni. Boxhópurinn minn er hættur að spyrja hvort ég hafi verið að vakna og mér var boðin ókeypis pulsa í hendi síðast þegar ég var hjá slátraranum. En því miður hefur þetta ekki haft áhrif á opnun augnanna né „mmmið“. En ljóminn maður minn, LJÓMINN! Er samt að velta því fyrir mér hvort það séu einhverjar aukaverkanir af þessu Diorkremi… því eftirfarandi upplifði ég í síðustu viku.

Aldís og ég vorum í Netto og hún þurfti að skila inn undirskrift frá mér um að hún mætti taka þátt í starfsmannapartyi (hún er ekki orðin 18). Einn af yfirmönnunum kemur til okkar og er e-ð að spjalla. Síðan fer Aldís inn á lager og þar fer þetta samtal fram:

R: „var þetta systir þín eða mamma?“

Aldís: „mamma, finnst þér hún ungleg?“

R: „öhhh nei, bara frekar lítil…“

Bara til að minna ykkur á, er ég 178 cm í 10 cm hælum.

En finnst ykkur ég hafa minnkað?

One Response to “DIOR og LjÓmiNn

  • hahaha… frábært pistill systir ! Og það er greinilegt að eg þarf þetta krem.. sjáðu til, það er farið að slá á ljómann á þessu heimili og ekki er ég á neinum næturvöktum 😉
    Þetta með aukaverkarirnar er eitthvað annað..
    þú ert eitthvað að ruglast.. þú ert ekki nema 167 cm og pottþétt verið á flatbotna skóm elskan 🙂
    Samt ekki alveg jafn stutt í annann endann eins og ég.. ert pinu lengri í hinn 😉
    love you ednalaus mikið <3

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *