Þríhyrningsdramað í svefnherberginu

Í gærkvöldi varð ósætti í hjónabandinu… gæti trúað að ósættið bygðist á afbrýðissemi.

Eiginmaðurinn, sem ég kýs að kalla „Sigga“ (því Sigfús harðneitar að vera þátttakandi í  netheiminum mínum), setti mér stólinn fyrir dyrnar og sagði að ég yrði að henda Stephan.

Ég: „henda Stephan??? hvert???“

S: “ út… eða í ruslið…!!!“

Hann sagði að það væri frekar óspennandi að hafa hann glápandi á sig öllum stundum í svefnherberginu. Ég sagði að ég finndi fyrir meira öryggi. Hann væri einskonar verndarengill.

2013-12-18 19.33.28

Og að það truflaði mig ekki neitt að vita af honum horfa á mig sofa. Ég er orðin svo vön að fólk horfi á mig sofandi og er löngu hætt að hafa minnimáttarkennd yfir svefnstellingum andlitsins.

Ég sef með áhorfendur þegar ég sef sitjandi í stól upp við vegg, í flugvél, í lest, fram á borð, á biðstofum og í bíl (þegar ég er farþegi). Fúsi segir að ég sé skemmtiatriði fyrir hægri akgreinina á hraðbrautunum.

Ástæðan fyrir því að þetta kosningarplakat er við hliðina á rúminu er, að ég var að máta það fyrir ofan rúmið um daginn en hætti við að hengja það upp og það fór síðan aldrei lengra.

Hugsa að hann fái bara að vera þarna… finnst eins og ég sé stödd í Rauðu seríunni í þríhyrning. Nema hvað við erum öll öfug… á forsíðum Rauðu seríubókanna er karlinn dökkhærður (læknir) með ljóshærðar og síðhærðar konur sitthvoru megin við sig. Veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu. Gætum kannski kosið?

En Stephan kryddar… það þarf ekki að kjósa… honum verður ekki hent!

Trackbacks & Pings

  • Þorláksmessan… « Alrunarblogg :

    […] það hefði verið meiri safi í hinu en rétt skal vera rétt. Hérna er fyrri færslan um hann síðan í desember í fyrra. Þetta var kosningarspjald sem fauk skyndilega inn í […]

    9 ár ago
  • Þessi flóknu stjórnmál… « Alrunarblogg :

    […] afskaplega vinsælt viðfangsefni þegar hann hélt til í svefnherberginu mínum hér um árið (hérna). Umkringdur heilögu ljósi […]

    9 ár ago

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *