Í ólgu sjó í janúar.

Í dag eftir vinnu lá ég í sófanum og horfði upp í gráan himininn. Langaði í ferskt loft og opnaði því gluggann upp á gátt… fljótlega varð öðru húsfólki kalt og krafðist að ég lokaði aftur. Við Vaskur litum hvort á annað og hugsuðum það sama… „förum með frisbee niður á strönd“.

Við drifum okkur af stað en þar sem það var einhversskonar háflóð, létum við nægja að kasta frisbee disknum á grasbalanum hjá ströndinni.

2014-01-03 16.22.22

Alveg þangað til Vaskur stóðst ekki mátið og skellti sér niður steypta rampinn og niður að sjó.

Ég fór á eftir honum og fundum við örlítið pláss til að kasta frisbee disknum áfram.

Skyndilega sá ég að þetta var líklega mín versta hugmynd það sem af er ársins.

2014-01-03 16.38.05

Afleyðingin af að kasta frisbee disk á strönd með steyptum rampi og háflóði varð auðvitað  sú að hann endaði nánast útí miðju Atlantshafi. Ég var tilneydd til að sækja diskinn og leist Vaski heldur betur ekki á blikuna þegar hann horfði á eftir mér, vaða í myrkrinu nánast upp að mitti í ólgu sjó. Eftir mikin barning og öldugang, náði ég frisbee disknum og einni mynd.

IMG_1932

Þarna erum við svo komin heim heilu, höldnu og vel blaut með frisbee diskinn.

Eftir þessa svaðilför hitaði ég restar frá í gær og sparaði ekki smjörið en smjör gerir gæfumuninn ef maður er mikið í sjónum í janúar.

IMG_1940

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *