„Sett á pláss“

Ég lenti í svakalegu í dag!

Áður en ég held lengra þá er orðatiltæki beint úr dönskunni oft notað hérna á heimilinu… „að setja á pláss„. Maður getur sett hluti á pláss (á sinn stað) og fólk líka. „Að setja einhvern á pláss“, þýðir bara að þagga niður í eða lækka rostann.

Aftur að því sem ég lenti í.

Heimilisfaðirinn sagði við mig: „tökum jólaskrautið niður um helgina“

Ég: „no way!“ (Engan vegin)

H: „Heyrðu góða, þú hefur ekki orð um þetta að segja, ég hef tekið þessa ákvörðun og henni verður ekki haggað. Punktur. Þetta verður síðan ekki rætt meira og málið er útdautt…“

IMG_1972

Ég: „en…“

H: „… ég sagði að þetta væri ekki til umræðu, skrautið fer niður og það þýðir ekkert að mótmæla né þræta fyrir það. Punktur og pasta. Ég stend við þessa ákvörðun eins og svartur klettur og haggast hvergi. Þetta skraut er búið að vera síðan í desember og ég er komin með nóg. Minn tími er komin. Punktur.

Soddann.

Ég var sett svona svakalega á pláss!

IMG_2059

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *