Á morgun!!!

Á morgun er stóri dagurinn… búin að bíða eftir þessum degi alla vikuna. Ég er í fríi! ALEIN!

Í fyrsta skipti síðan 16. des.

Ætlast ekki til að allir skilji þessa tilhlökkun mína en svona er þetta hjá mér… og kannski öðrum sem eru í 100% vaktavinnu. Þarf frídaga á virkum dögum… ALEIN. Daga þar sem ég þarf ekki að segja neitt einasta orð og þarf ekki að hlusta á neinn né neitt. Hef áorkað að tala á við málóðan ameríkana (t.d. Sarah Palin) síðustu 7 vinnudaga.

palin-wink

Verð bara að fara útaf sporinu og láta þessa mynd af Söruh fylgja með…

Annars er ég dagsdaglega eiginlega þögla týpan, tala bara þegar það hentar mér. En undanfarið hef ég bara talað og talað og talað og talað. Blablablblalblblbalblablablabla…. endalaust. Ástæðan er slatti af nýjum nemum… En þeir eru ekki málið… málið er að ég hef oftast bara talað án þess að hugsa síðan ég lærði að tala… en núna þarf ég að hugsa ÁÐUR en ég tala… og það er ótrúlega og ólýsanlega erfitt.

Ég er búin að vera svo spennt fyrir morgundeginum í allan dag að ég hef haft endalausa orku fram í fingurgóma.

T.d. taldi ég óvart upp í 20 á þýsku í box tímanum. Þetta kom vinkonu minni svo mikið á óvart að hún tvíefldist og gerði allt tvöfalt og endaði tímann á að kýla mig í barkann svo ég missti næstum andann.

Síðan kvartaði ég ekki einasta orð yfir ljótasta steikta fiski sem ég hef á æfi minni séð… Ég borðaði kvöldmatinn minn með bros á vör og gaf hundinum afganginn.

Náði síðustu 5 mín af íslenska handboltaleiknum… dansaði gleðidans í sófanum yfir þessu eina íslenska marki sem ég sá.

Svaf ekki yfir veðurfréttunum.

Og kl. 21.30 spurði Svalan hvort ég vildi ekki baka berjapæ… Ég átti ekki neitt hvítt með því en ég var samt meira en til í að baka.

IMG_2354

Haldiði ekki að ég hafi skellt í muffins! Með kíwí á toppnum til að gera þetta að hollustu muffins. Uppskriftin er ekki gefin upp þar sem þetta er ekki matarblogg. Enda er þetta engin geimvísindauppskrift… bara egg, sykur, hveiti, smjör, kakó, lakkrísduft, súkkulaði og teskeið af hinu og teskeið af þessu. En jesús hvað bumbunni minni (sem er reyndar til sölu) fannst þetta gott. Hún dæsti alveg.

Svona getur manni hlakkað til frídags.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *