Afmæli

Gamli gaur á afmæli í dag. Hann verður 40+1/3+0,2+0,3. Það er svolítið skal ég segja ykkur! Honum líður ágætlega. Stundum finnst honum hann samt vera eldri. Aðallega því hann hefur á tilfinningunni að eitt ár í hjónabandi með mér, jafngildi einu hundsári. Hann segir einstökusinnum að það sé ekki auðvelt að búa með mér. Ég hef valið að hlusta ekki á það. Í dag sendi ég hann útí búð til að kaupa gólftusku. Ákvað að skúra gólfið fyrir hann í tilefni dagsins. En ein búðarferð eftir einni tusku tekur á. Sigfús hefur þann eiginleika að vera lengur að koma sér útúr dyrunum en meðal kona. Hann þarf að:

  1. búa til playlista í samsung (rocket science) græjunni sinni.
  2. stilla gps-inn í samsung (rocket science) græjunni sinni svo hann komist i Fötex og heim aftur
  3. skrifa skilaboð til vina sinna í samsung (rocket science) græjunni sinni
  4. svara fyrirspurn tengdamóður sinnar í samsung (rocket science) græjunni sinni
  5. búa til innkaupalista í samsung (rocket science) græjunni sinni
  6. klæða sig vel

Og svo bregst það ekki að hann spyrji: „Dagný, þarf ég húfu…?“

„Nei Fúsi minn, það er 10 stiga hiti úti…“

Þetta er standard spurning frá miðjum sept til miðjan maí.

Svona svipað og pabbi spurði mömmu alla mína barnæsku: „Anna, hvar eru sokkarnir mínir???“ „Þeir eru í sokkaskúffunni Áskell minn“.

 

IMG_4728

Sigfús minn kom heim úr innkaupaferðinni, með ENGA gólftusku…

Ég sendi hann þá í göngutúr með Vask og ákvað að skúra gólfið samt. Með gamalli gólftusku sem hangir ekki föst á neinum kústi. Ef einhver vogar sér að spyrja hvað ég hafi gefið Sigfúsi í afmælisgjöf, þá gaf ég honum alla mína ást og nýskúrað gólf á fjórum. Þegar ég hafði auglýst skúringaraðferðina ríflega innan veggja heimilisins stundi Svala: „en þú ert ekki með fjóra fætur…“.

IMG_4733

Ég skúra ekki aftur á fjórum í bráð! Eftir það fór ég í sturtu og setti á mig fínu frúar ilmvatnið… Fúsi elskar það. Honum finnst ég verða svo fullorðin þegar ég er með það. Ég nota það bara spari. Bara fyrir hann á afmælinu hans. (Getur kannski einhver lánað mér pels fyrir kvöldið?)

IMG_4736

Ásamt fínufrúar ilmvatninu, setti ég mig í alvöru húsmóðursgírinn og skellti í vöfflur.

IMG_4741Gamla sænska vöfflujárnið stendur alltaf fyrir sínu. 20 ára gamalt og aldrei þrifið!

IMG_4752

57 vöfflur í tilefni dagsins fyrir stórfjölskylduna í Sönderborg!

Njótið dagsins <3

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *