Aldís í Úkraínu!

Ég var búin að hlakka til í allan dag að sjá Aldísi Indlandsfara lenda á tröppunum um 9 leytið í kvöld…

En síðan kom sms kl. 19:23, eftir að við höfðum skrifað og spurt hvort allt væri á áætlun. Svarið var svona:

„Hæ, flugid var seinkad helling. Er i Ukraine núna, thvi thvad thurfti ad stoppa a leidinni. Thad var kona sem dó, hun sat meira ad segja fyrir aftan mig… Mjøg sorglegt, segi frå thvi thegar eg kem heim. Erum buin ad bida herna i Ukraine sidan ca 17.30 a dønskum tima og erum ekki farin af stad ennthå, thad tharf ad finna tøskurnar hennar konunnar og skrifa einhver blød. Førum åbyggilega af stad brådlega 🙂 Love u“

Ég hugsaði strax… hún er að grínast í mér… situr einhversstaðar og lætur sér leiðast og semur léleg grín sms. Fannst henni samt takast vel upp. Ætlaði að hrósa henni verulega fyrir gott hugmyndaflug og að takast að fá mig upp á háa Cið!

En þetta var satt… og hún var ekkert að láta vita… búin að bíða í 2 tíma og sendir sms af því að við sendum sms. Hún hefði getað lent í einhverju… t.d. einhverri eitrun!

Dóttir mín hefur ekkert að gera til Ukraínu… eintómt einræðis og lögregluríki ásamt ofbeldi og mannréttindarbrotum í hverju horni. Sum lönd vil ég bara ekki heimsækja að ganni.

Það eina góða sem ég man eftir og kemur frá Úkraínu er Femme.

Femen_à_Paris_4

Allavega, Úkraína var akkúrat í leiðinni til að hleypa dánu konunni út. Og það er eitt af því sem ég skil ekki?!? Afhverju þarf alltaf að stoppa og hleypa dána fólkinu út? Afhverju má það bara ekki fljúga með? Kannski var það bara að fara heim til sín. Og væri það ekki talsvert auðveldara en að vera skilin eftir í einræðisríki? Ég myndi fá áfall ef ég yrði skilin eftir í Ukraínu eða Hvíta Rússlandi. Og Sigfús kæmist líklega ekki lifandi útúr þessum löndum þegar hann myndi sækja líkið af mér. Og þá sætu þessir gaurar þarna uppi með 2 lík… snjóhvít og stíf. Nei, þá myndi ég heldur vilja sitja kjurr í mínu sæti, vel spennt í beltið.

2014-02-17 21.00.33

En til að sjá björtu hliðarnar á því að frumburðurinn minn sé í Ukraínu, algjörlega óvarin, ekki einu sinni í skotheldu vesti, þá er skömminni skárra að hún flaug þangað í staðin fyrir að keyra… það tekur nefnilega 2 daga og 10 tíma að keyra frá Dubai… án stopps.

Ég var á dagvakt í dag og fór svo í rúmið um kl 17 til að sofa svolítið fyrir heimkomu Aldísar og næturvaktina í nótt. Rétt áður en sms-ið pípaði inn datt e-ð á koddann minn og utan í hárið með ægilegum smelli…

bænkebidder

Haldiði ekki að ein bænkebidder hafi verið á röltinu í loftinu og misst fótanna. Ég bíð ekki í það ef ég hefði verið sofandi með töffara svipinn minn og paddan hefði farið beint oní maga!!! Síðan kom sms-ið og ég gleymdi pöddunni.

IMG_2159

Og Aldís kemur ekki fyrr en einhverntíma í nótt… Ef ein sem ég þekki gat hringt sig veika eftir að hafa NÆSTUM keyrt á eitt dádýr og fengið sjokk (dádýrið fékk ekkert sjokk og hljóp bara inn í skóg), þá hlýt ég að geta hringt mig veika útaf barni sem hefði getað lent í miðjum mótmælum í Kiev?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *