Kúkablogg

1½ ár… ég er að renna út á tíma…! það gerir engin kúkablogg eftir 40tugt. Þetta er síðasti séns!

Það eru 3 spendýr sem koma upp í hugann minn þegar ég hugsa um kúk. Eitt þeirra er Vaskur, hin 2 eru nafnlausar vinkonur mínar.

Vaskur er snillingur að kúka í aðstæðum sem mér finnast óþægilegar. Það er mitt að fara með hann út eftir næturvaktir og það er í rauninni sama í hvaða átt ég fer, ef ég vel göturnar, þá er mikil umferð allstaðar kl 07:45. Honum er einstaklega vel við að kúka á gatnamótunum Möllegade – Alsgade… akkúrat þegar þrjátíu bílar bíða á rauðu. Akkúrat á gangstéttina, nánast í sömu hæð og bílrúður fólksbíla… Og hann kreistir!

Okkur varð á að kaupa kúkapoka á tilboði… örugglega 5000 stk fyrir 50kr. Og þeir eru ömurlegir, það tekur mig svona ca 90 sek að opna pokann. Ég sé hvorki né finn opið og byrja iðulega á vitlausum enda. Getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta kúkaferli getur tekið langan tíma.

Ofangreind gatnarmót eru samt ekki þau verstu… 2svar hefur hann fengið þá flugu í kollinn að kúka í innkeyrslu Q8 bensínstöðvarinnar og stöðva bæði umferð út og inn. Kl. 7.45! Við vitum öll hversu kjánalegir hundar verða þegar þeir kúka. Og ég verð ekki eldri þegar hann nælir sér í tugi áhorfenda.

IMG_0914

Þarna var hann að kúka í hauststorminum. 

IMG_4973

Sigfús innkaupastjóri keypti klósettpappír um daginn. Eftir 20 og e-ð ára sambúð veit hann að ég sætti mig aðeins við það besta. Hann rakst þarna á flottan merkjaklósettpappír. Silkimjúkan 3ja laga hvolpapappír. Og kom stoltur heim með þessa gígantísku pakningu (heppilegt að við eigum kerru aftan í bílinn).

IMG_4986

Þarna sést glæsikerran… bara fyrir ykkur sem eigið ekki kerru þá er kerrueign stórt stökk í þroskaferlinu… stærra en Campari stökkið! Ég er orðin þokkalega fullorðin!

IMG_4977

En varðandi klósettpappírinn vorum við íllilega blekkt. Pappírinn er kannski 3faldur en það er ekkert sem bendir til þess… og það hefur ekkert að segja að hafa hvolpamunstur. Gott ráð frá mér… veljið ykkur pappír með fílamunstri og jafnvel 7laga!

Um daginn var ég á námskeiði með 40 öðrum þar sem voru bara 2 klósett. Ég er svakalega góðu vön frá gjörgæslunni en þar hef ég aðgang að 7 klósettum og öll eru lokuð (engin rifa undir og fyrir ofan).

Í einni pásunni á námskeiðinu kom babb í bátinn og það var löng biðröð og stutt pása. Ég skrifaði tveimur vinkonum mínum og spurði hvað skyldi til bragðs taka?

Önnur ónefnd vinkona mín svaraði að ég ætti bara að fara inn og byrja á að kalla og kvarta yfir vondri lykt og halda því áfram þegar ég kæmi út aftur… Þ.e.a.s. að kenna öðrum um! Hver hefði trúað þessu upp á Ágústu? Þessa blíðu og glaðlyndu fegurðardrottningu af Skaganum?

Hin vinkonan kom líka strax með svar:

Sko að kúka á almenningsklósetti er kúnst,

1. Setja 2-3 blöð í botninn sem að grípa kúkinn og pakka honum inn þegar að hann fellur ofan í vatnið….. Þetta er pró tipps frá atvinnumanni, þá kemur ekkert blúbs og skilur ekki eftir skidmark eða cliffhanger sem verður illa lyktandi.

2. Eftir kúkið er snilldar ráð að setja tappann í vaskinn og þvo vaskinn með handsápunni svo að ilmurinn fái að njóta sín. Ef að þetta er mikið kúk þá er gott að sturta strax eftir fyrsta kúk og endurtaka leikinn.

Get svo svarið það, þessi rólyndistýpa hún Tinna hefur ráð undir rifi hverju!

538391_10150718082509209_1330262264_n

Hvað myndi ég gera án þessara? Ég væri væntanlega ósjálfbjarga, ælandi og vælandi með hinar og þessar tregður…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *