E-ð íslenskt!

Á fimmtudagskvöldið hittist prjónaklúbburinn heima hjá Heiðbjörtu sem er ekki frásögum færandi nema hvað við lentum á tónleikum í miðjum prjónaskapnum. Heiðbjört var svo sniðug að hún skellti Helga Björns í fullri stærð á 52 tommu skjáinn. Ég tók andköf! Og það eru engar ýkjur. Reyndar tók 75% (ef ekki meira) af klúbbnum andköf… ég meina -hver tekur ekki andköf yfir Helga? Ég var ekki nema 15 ára þegar ég lenti í þessu fyrst. Þegar platan, Halló ég elska þig, kom út.

En þarna í prjónaklúbbnum sátum við, alíslenskar með ullina í fanginu og horfðum hugfangnar á Helga…

„Og síðan hittumst við aftur á miðri leið…“

Og ég er ekki frá því að tárin hafi runnið að innanverðu þegar hann söng til okkar: „Ég hugsa til þín í öðru landi“ Þetta var svo augljóst… þetta var beint til okkar þarna sem við sátum í Morbærhegnet og hömuðumst á ullinni.

Hann óskaði sér líka að hann gæti flogið yfir fjöllin og höfin til okkar… ásamt því að sigra jökulinn og eldfjöllin með okkur! Ok, ég veit, ég er að fara yfir strikið, sérstaklega ef einhver karlkyns les. Þá er hinum sama væntanlega orðið óglatt. En karlar skilja sjaldnast konur og konur skilja sjaldnast karla. T.d. skiljum við ekki afhverju karlar elska ekki Helga…? Reyndar þarf ég ekki að skilja það… þetta snýst allt um afbrýðissemi.

Ein í prjónaklúbbnum hvíslaði því ofurvarlega að manninum sínum þætti Helgi ekki syngja vel. Við vorum fljótar að jarða það dúpt og örugglega.

Ég varð svo endurskotin að ég varð að eignast Helga á staðnum og hafa hann í bílnum…

Sendi því sms… (vil taka það skýrt fram að ég er næstum engin niðurhalningarþjófur dagsdaglega, kaupi í 95% tilfalla þá tónlist sem mér langar í, horfi á sjónvarpið, fer í bíó og leigi myndir á netinu. Hef aldrei niðurhalað þáttaseríu! Sver það!)

En ég sendi semsagt sms til Fúsa…

2014-04-12 21.53.32 2014-04-12 21.53.50Ég hlustaði á Helga í marga kl.t. í gær. Helgi er alveg jafn flottur og árið 1990 þegar Sallý og ég hlustuðum á Halló ég elska þig plötuna, í heilan sólarhring niður á Seyðisfirði. Jæja, ég ýki, enn einu sinni, held að við höfum farið á ball þarna um kvöldið en samt…

En þessi færsla átti ekki að snúast um hrifningu mína á hálfgömlum íslenskum söngvara… heldur um komandi Íslandsferð mína… get barasta ekki beðið! Þótt ég missi af fallegasta tímabili Danmerkur… missi af mestu blómstruninni.

 

Photo 12-04-14 08.13.06

Reyndar er kirsuberjatréð á horninu á Möllegade sprungið út og Magnólíutréð okkar springur á morgun eða hinn… Án efa langfallegasti árstími Danmerkur! En er til í að fórna honum fyrir páskahret, grasmyglulykt og í ræktun á garðinum mínum á fósturjörðinni!

IMG_5725

Þessi fá að koma með, þótt ekkert sé planað. Gönguskór og bikiní… það eina rétta á Íslandi!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *