Vorgleði kvennfélagsins í Hjaltalundi

Kvöld eitt fyrir páska bauð pabbi mér með á vorgleði kvennfélagsins í næstu sveit… Ég þykist nú vera í hámenningarklúbb í Sönderborg og fannst þetta því ekki galin hugmynd. Hann sagði mér að það væru kökur, ljóðalestur og söngur! Það þurfti ekki að spyrja mig tvisvar… og ákvað ég því að bjóða systir minni með, og bauð hún pabba líka. Flókið? Læt mynd fylgja með til skýringar…

10257005_10152161411488702_7652176443635506519_n

Þetta er semsagt, frá vinstri; systir mín, ég, pabbi og pabbi. Ekki flókið. Óskar Pétursson var líka með en hann sést ekki né heyrist á myndinni.

Allavega, við tróðum okkur í Skodann hans pabba og ég var strax skipaður bílstjóri því annað kæmi seint til greina þegar þetta fólk er með mér í bíl. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég keyrði Skoda! Hef helst ekki viljað það hingað til.

Kvöldið var fagurt og Hjaltastaðaþingháin skartaði sínu fegursta.

IMG_6003

Þeir síungu bröltu upp á hól…

IMG_6011Síðan var ákveðið að allir fengu að vera með á mynd…

IMG_6012

En það var engin varða þarna… og ekki var ég með þrífótinn…

 

IMG_6015

Stubbarnir þeir feður mínir sko… Þeir héldu því fram að ég hefði teygt mig!

Eftir að hafa eytt alllöngum tíma í myndatökur mættum við of seint.

En við fórum semsagt á Vorgleði kvennfélagsins í Hjaltastaðaþinghá! Ef það er ekki að vera menningarlegur þá veit ég ekki hvað menningarlegt er. Bíó og tónleikaferðirnar okkar í Sönder komast ekki í hálfkvisti við þetta. Við fengum helling af ljóðum…

IMG_6026

…og undurfagran söng.

Einnig fræddumst við á skemmtilegan hátt um Björn heitin á Móbergi… að utan sem innan… reyndar á röngunni líka svei mér þá.

Í hléinu fengum við kökur, kræsingar, kaffi og barnaskóladjús… (Egilsþykkni)… þessu svolgruðum við systur í okkur því við vorum nefnilega svo skelfilega þunnar á kvennfélagsskemmtun í Hjaltastaðaþinghá.

IMG_6025

Síðan var brot úr leiksýningu… bráðskemmtilegt alveg hreint. Og ekki má gleyma myndasýningu frá ferðalagi Björns Ingvarssonar! Fyrir utan öll þessi skemmtilegu atriði þá var líka hreinasta skemmtun að hitta alla hálfsveitungana, heilsveitungana, ættingja og fleira gott fólk. Svona hittir maður hellings flugur í einu höggi skal ég segja ykkur.

Ef einhver einhverntímann afrekar það að detta í það bara einn (ásamt systur sinni) á barnaskólahittingi  og allir hinir bláedrú… og vilja allra helst sofa í viku morguninn eftir, þá er eina ráðið að fara á Vorgleði í vorsólinni.

2014-04-19 02.39.202014-04-19 02.42.37

Við ofurhressar að koma heim af Barnaskólahitting…

Hárið myndaðist svo gult… þessvegna handklæði!

Það er ekki svona gult í alvörunni…

Bara ömurleg símamyndavél…

 

2014-04-19 02.50.16

2014-04-19 02.41.52

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *