Þegar ég les einn kafla þá …

Á hverjum fimmtudegi fer ég í skólann í Kolding og fyrir hvern fimmtudag þarf ég að lesa alveg helling. Það hefur nú e-ð misfarist hingað til. M.a. vegna annarra skemmtilegra bóka, fjarveru, mikillar vinnu, gesta, sólbaða og fleira í þeim dúr. Allt gildar og góðar afsakanir. En nú gengur þetta ekki lengur. Ritgerðarvinna nálgast. Samviskubitið lætur á sér kræla. Í dag tók ég fram það sem á að lesa í þessari viku, Argumentationsteori eða Rökkenning (?) samkvæmt google þýðingu. Ég var komin á bls. 3 þegar ég var búin að „brainstorma“ um blogg efst á blaðsíðunni.IMG_9411Reyndar var það ekki það eina sem ég hafði pælt í eða gert á meðan ég „las“ fyrstu þrjár blaðsíðurnar. Ég kroppaði líka í sár í andlitinu. Það er alveg merkilegt hvað ég er slæm í húðinni núna -ég held ég þurfi að komast í helgarfrí. Ég sótti mér kaffi fjórum sinnum og borðaði restarnar af kexinu sem ég hafði keypt handa pabba þegar hann var hérna um daginn. Ég þrætti líka í sms´um við vinkonu mína um hesta og hundaliti. Danir segja að gulbröndóttir kettir séu rauðir og að Vaskur sé brúnn. Að rauðir hestar séu annað hvort brúnir eða á litinn eins og kastaníuhneta. Það þýðir ekkert að ræða þetta við þá.

IMG_9380

Úti er rigning og næstum myrkur. Svoleiðis er það búið að vera síðan ég vaknaði og svoleiðis verður það í allan dag. Ég sveipaði rómantíkinni um mig eins og teppi og kveikti á kertum. En afhverju myndar kertið hanka úr vaxinu? juuu hvað ég spáði í þessu á bls. 2.  Í þessum skrifuðu orðum eru reyndar báðir hankarnir dottnir af. En ég náði mynd!

Ég sat líka og starði út um gluggann og lét mig dreyma um námskeið á Neskaupsstað. Vinkona mín benti mér á link sem vinkona hennar hafði lagt inn á vegginn á facebookarsíðu vinkonu minnar. Flókið þetta með vinkonuna? Lesið bara aftur. Hún vissi ekki alveg hvað námskeiðið gekk út á, en líklega eitthvað í sambandi við klifur. Mikið óskaplega langar mig á klifurnámskeið. Ég tékkaði á linknum sem nota bene virkar ekki, en sá þá að námskeiðið er á Höfn. Höfn/Nesk … næstum sama pleisið, bæði falleg, bæði með möguleika á klifri.

Mikið óskaplega langar mig til Hafnar í Hornafirði. Ég gæti borðað humar, farið á hestbak, farið á barinn sem var svo gaman á árið 2000 og klifrað.

IMG_9393

Hitt bleika kertið fór líka af stað … Gerði svona flott DNA … Bara allt í einu!

Já þetta með að dreyma sig í burtu, setjast upp í flugvél og fara eitthvað. Vissuði að ég elska að fljúga? Elska að bíða eftir flugi, elska að sitja við glugga og sofna og vakna svo við lendingu og horfa niður á landið nálgast með ógnarhraða. Ég fæ aldrei leið á því. Ekki einu sinni eins og þegar ég fór í fjórtán flug á einum mánuði síðasta sumar. Né um daginn þegar ég fór í átta flug á tæpum tveimur vikum. Og nei nei, við erum ekki að tala um lúxusflug með tilheyrandi dekri. Bara tilfinningin að fara frá a til b og stundum c og d. Frelsistilfinning held ég. Fara eitthvað. Koma heim aftur. P.s. mér leiðast lestar og rútur.

Komin á sjöundu blaðsíðu og fer að spá í vasanum sem ég bjó til í gær. Ég hef sagt vinsælum tískuvösum og tískuglingri stríð á hendur og nota helst bara vasa sem kosta 0 kr. eða minna.IMG_9392

Þetta er fyrrverandi NaHCO3 (natríumbikarbónat 500ml) sem ég tók í vinnunni eftir notkun. Tróð síðan í hann blómum árstíðarinnar. Hann er í stíl við svæfingarlyfjaglösin sem líka eru orðin að vösum.

Á sautjándu blaðsíðu fór ég í göngutúr. Þótt það sé rigning getur maður alveg litið sómasamlega út. Reyndar þoli ég ílla fjólubláan lit í fötum en það er önnur saga. Í dag var hann í lagi. IMG_9404

Á þriðjudögum fyrir hádegi er langbest að fara út í eldingaleggings og þá sérstaklega þegar það er spáð eldingum sama dag. Regnjakkinn er sænskur og gjöf frá systur minni því hann var fjórum sinnum of stór á hana (móðurbróðir hennar átti hann víst). Við erum jafnháar. Ég er bara svo herðabreið (99cm). Ég klippti líka 50 cm af honum og faldaði. Já, nei, mér dytti aldrei í hug að fara út með hundinn í ljótum joggingbuxum. Það er bara klæðnaður innan veggja heimilisins og í svarta myrkri seint á vetrarkvöldum. Þá frekar í fjólubláu og gasalega munstruð. Við verðum að klæða okkur eftir aðstæðum: blár galli inn á bílaverkstæðum, jakkaföt á Þinginu, skyrta á skrifstofunum, flíspeysa á fjallinu, glimmer á naglastofunni osfrv. Það er t.d. ekki hægt að vera í hlaupabuxum þegar maður er ekki að hlaupa. Eða í flíspeysu á kaffihúsi. Alls ekki. Ég sá unglingsstelpu í Tönsberg í Noregi um daginn sem var í Nike hlaupabuxum, leðurjakka og með síða fjaðraeyrnalokka. Fyrir utan að þetta gengur bara ekki, þá er þetta líka að villa á sér heimildir. Að koma ekki til dyranna eins og maður er klæddur. Þetta gerir fólk ringlað. Hvort var hún að hlaupa eða djamma? Nei, hlaupabuxur eru til að hlaupa í, annað er bara ekki hægt! (Þetta eru líka buxur sem maður hefur svitnað í … oj! Ekki í þeim út í sjoppu!)

IMG_9409En þetta kallast að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Það krefst mikils þors að pósta mynd með:

  • mínus maskara
  • mínus hárpúðurs
  • mínus hárvaxs
  • mínus annarrar augnmálningar
  • mínus hárspreys

Já ég er hugrökk að eðlisfari. Og er ekkert að væla þótt ég sé skaðbrunnin á hendinni á myndinni. Það sést ekki því það er eitur inn í húðinni. Ég brenndi mig nefnilega á brenninetlu í gær þegar ég sló garðinn. Ég er sárkvalinn. Þetta er líklega svipað og andlegur sjúkdómur. Sársaukinnn er ósýnilegur en er þarna samt.

Annað en sársaukinn hjá þeirri Norsku sem brenndi sig á sléttujárninu þegar hún ætlaði að hafa með því gaman! Hér.

Jú ég komst í gegnum kaflann um rökkenningarnar Toulmins og rifjaði upp orð eins og logos, ethos og patos en þeim er ég nú þegar búin að gleyma aftur þangað til næst.

Ég gæti best trúað að ég þjáist af einbeitningarskorti … vægum … eða mjög alvarlegum. Ætla ekki að lesa meira í dag því mig langar til að raða ilmvötnunum mínum upp á nýtt.

Njótið dagsins!

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *