RÚV sko, í kvöld….

Jæja gott fólk, eins og nokkrir glöggir sáu og höfðu orð á, þá gerðumst ég og Bogi vinir í gærkvöldi. Því bjóst ég alls ekki við. Hann hefur væntanlega orðið að fórna einum þar sem hann má bara eiga 5000 vini og og gat því ekki brugðist jákvætt við fleirum. Þvílíkur heiður! Ég sofnaði seint í nótt og það fyrsta sem ég gerði í morgun, var að tilkynna viðburðinn í vinnunni. Þau voru ekki alveg að meðtaka stórfenglegheitin og sögðu mér bara að blanda einhver lyf. Annars færi ílla á Gjörinu.

Ég er að sjálfsögðu búin að skrifa Boga einkaskilaboð og þakka honum kærlega fyrir jákvæð viðbrögð og biðja hann um að senda mér leynimerki í kvöldfréttunum í kvöld. Ég ætla ekki að missa af einu einasta augnabliki (eða augnablikki).

Já svei mér þá, þetta er stærra en þegar Rasmus Tantholdt varð vinur minn. Íslendingur á móti Dana, það segir sig sjálft. Svona verður þetta þegar maður býr erlendis í einum of langan tíma. Maður gleypir RÚV með húð og hári.

Til að róa taugarnar eftir þessa geðshræringu sem var í meira lagi, þá lá ég eftir vinnu á sófanum með tölvuna á vömbinni, slappaði af og var cool. Alveg þangað til fyrsta hlaupavinkonan kom hlaupandi inn um dyrnar. Jú mikið rétt, það er miðvikudagur, hinn vikulegi hlaupadagur með stelpunum. Við hittumst heima hjá mér í dag og ég valdi hringinn. Markmiðið var sem fæst umferðarljós og sem flestar brekkur. Veðrið var svakalegt. Vindhviðurnar voru um 20 m/sek, rigningardroparnir á við borðtenniskúlur og hiti 3 stig. Í öðru eins veðri hef ég ekki hlaupið í af Fúsum og frjálsum vilja. Þetta veður var verra og dimmara en fallega veðrið í sveitinni í Eiðaþinghá.IMG_2051

Þarna var Borki minn að viðra sig á meðan við þrifum upp eftir hann úrganginn.

Ég varð blaut inn að brók og send beint í sturtu við heimkomu. Öll faðmlög vinsamlegast afþökkuð. Hvað varð um gamla góða handarbandið? sagði Sigfús gamli.

Munið að horfa á fréttirnar á eftir leiknum og fylgist með leynimerkinu frá Boga, það gæti mögulega verið peacemerki, hallað undir flatt, kippur í öxl eða blikk.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *