Á manudaginn hringdi ég eftir gardínumanni til að mæla fyrir gardínum… hann vildi koma samdægurs! Ég sagði nú bara: „neiii“… átti nu eftir að þrífa gluggana og taka til… ég hafði jú ekki hugmynd um hvernig maðurinn liti út.

Þá vildi hann koma daginn eftir, fyrir hádegi… ég féllst á það, en sagði að hann mætti í fyrsta lagi koma kl 10 þar sem ég væri á kvöldvöktum þessa dagana.

Ég rauk út, fann tröppur og gluggaþvottagræjur og þvoði alla glugga á jarðhæðinni.

Hann kom i gær og mældi… algjör snilli i að mæla… mældi þvers og langs og stutt og langt… án þess að skrifa niður eftir hvert mál!

Ég verð alltaf að skrifa niður eftir hvert mál.

Svo spurði hann hvort ég inni á elliheimili… örugglega útaf því ég var ómáluð, með morgunhár og talaði bjagað. Finn allavega ekki aðra skýringu.

Glætan að ég máli mig fyrir kl 10 á daginn nema ég fái borgað fyrir það (þeas sé að fara að vinna).

Nú bíð ég bara spennt eftir nýju gardínunni (sem btw, kallinn valdi fyrir mig).

Merkilegt hversu latur maður getur verið… er bara búin að borða í dag… ekki gert neitt annað! Samt er ekkert til í ísskápnum nema egg… semsagt bara borðað egg!

Ég reyndar ákvað að þvo sápuhólfið í þvottavélinni… meira ruglið… náði náttl ekki græjunni út úr þvottavélinni, samt er „push“ takk þarna, en ekkert gerðist þótt ég ýtti a hann. En ég náði mýkingarefnisholfinu upp úr… þvoði það og kom því ekki í aftur… hvernig er þetta hægt? Þvílík hönnun… og þvílíkt rugl að vera þrífa svona hluti… þetta eru bara aukaatriði.

Á morgun er der julefrokost 😀 loksins… afhverju þarf að líða svona langt á milli julefrokosta?

Aldís spurði pabba sinn a sunnudaginn hvort hún hefði verið vakandi eða sofandi þegar hann vakti hana…

Við vorum að breyta í borðstofunni, nú eru allar bækurnar komnar niður í kjallara og það er ekki laust við að eg sakni þeirra… sérstaklega orðabókanna allra… nota þær greinilega reglulega.

Er mikið að velta fyrir mér að byrja að spá í jólunum… t.d. jólagjöfum og kortum… minnir að ég hafi lofað síðasta og þarsíðasta ár að það kæmu jólakort í ár.

Hmm… frekar flókið verkefni þar… og nú hef eg enga afsökun! Kannski eg finni mér svosem eina og sendi ykkur blog/facebook kveðju 😉

5 Responses to “

  • Og hvenær færðu svo gardínuna, var það bara ein gardína? Þú tala nefninlega um að hann hafi komið til að mæla fyrir gardínum (fleirtala) og svo bíðurðu spennt eftir nýju gardínunni (eintala) ;o)
    Kv. Begga

  • Gardínuna??????? Alveg sammála Beggu er orðin dáldið rugluð í þessu öllu saman!!!!
    Og hvernig gardína er þetta svo??? Nú er ég orðin verulega forvitin!!!!
    Gott að ég get lesið mér til um lífið hjá þér aftur…….. var farin að hafa verulegar áhyggjur………..

  • ég er alveg ad rugla í eintølu og fleirtølu… en hann kom og mældi fyrir gardínum en ég pantadi bara eina… vantar bara eina akut… hinar geta bedid… thetta kostar 🙂

  • Drífa Þöll
    15 ár ago

    Mikið væri ég til í að fá svona mann sem mælir fyrir gardínum og velur þær líka. Ég er nefnilega ekki í nennu að fara að mæla fyrir þessum tveimur gluggum sem er verið að skipta um heima, fara suður (ekki hægt að kaupa gardínur á eyjunni fögru), velja, láta senda mér, fara heim og hengja helv…. upp. Hann vill ekkert kíkja til mín? Ég get borgað honum þó svo ég sé Íslendingur á Íslandi, en hann yrði að sætta sig við íslenskar krónur því við megum ekki kaupa gjaldeyri nema vera með farseðil til útlanda í vasanum.

  • hehe hann væri örugglega til i að kikja a eyjuna fögru… það er ekkert sma leiðinlegt að hengja upp… og sértsaklega lamelgardínur!
    en þessar má maður ekki hengja upp sjálfur… svo það er nú fínt mál fyrir mig 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *