Á tjillinu tveimur dögum fyrir jól.

Í dag 22. desember tókum við smá til í húsinu, pökkuðum niður í töskur, fórum í kaupfélagið til að kaupa tannbursta og síðan í tvær heimsóknir. Við fórum líka í langan göngutúr niður á strönd og inn í skóg með Vask.
Í göngutúrnum töluðum við um hversu heppin við værum að geta bara verið í göngutúr innan um grænan mosa, rauðbrún lauf og við tandurhreinan sjó á þessum tíma. Það var 6 stiga hiti og logn.
Margt fólk þarf nefnilega að arka búð úr búð, eða standa í búð og vinna langt fram á kvöld (reyndar ekki í Sönderborg, hér er bara opið til klukkan 16 um helgar í desember), eða redda hinu og þessu, eða vera á kvöld- eða næturvöktum, eða að sitja fast í umferð af því að bíllinn á undan keyrði aftan á bílinn þar á undan. Rosalega margt fólk er að fara yfirum í umferðinni rétt fyrir jól. En við erum svo heppin að geta bara tjillað í skóginum þar sem engin einasta umferð er nema einn og einn froskur á stangli sem er að vaka fram eftir (þeir eiga held að vera lagstir í dvala.)

Ég fór síðan með Vask í pössun áðan, elsku litla beibíið mitt. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur ekki jól með okkur og kannski kominn tími til þar sem hann er orðin 35 ára í manneskjualdri og alveg að detta inn í fertugasta og annað aldursárið. Elsku kallinn. Mig minnir að ég hafi verið tvítug þegar ég hélt mín fyrstu jól án mömmu og pabba.

Í dag útskýrði Fúsi fyrir honum hvernig jólin yrðu, hvenær við kæmum heim aftur  og að hann yrði að vera stilltur hjá fósturfjölskyldunni. Já og að hann fái þrjá jólapakka með sér. Einn frá okkur, einn frá systrum hans og einn frá Snotru frænku á Eiðum.

2 Responses to “Á tjillinu tveimur dögum fyrir jól.

  • Þórdís Þórhallsdóttir
    5 ár ago

    gleðileg jól til ykkar og góðar batakveðjur Dagný mín

  • Halldór Jóhannsson
    5 ár ago

    Kæra Dagný.
    Óska þér og þínum gleðilegra hátíðar.
    Hef lesið bloggið í törnum,en latur að kvitta.
    Þú ert bara snillngur,og ansi flott fyrirsæta með kollurnar.;)
    Gangi þér vel.

Skildu eftir svar við Halldór Jóhannsson Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *