Við erum fædd á Seyðisfirði
og Egilsstöðum og alin upp á Héraðinu.
Árið 1993 urðum við Fúsi kærustupar
og eignuðumst seinna tvær yndislegar dætur.
Í júní árið 2001 fluttum
við til Sønderborgar
í Danmörku.
Elstur í fjölskyldunni er
Fúsi. Hann heitir fullu nafni
Sigfús Jónsson og fæddist þann
16. febrúar 1967 á Seyðisfirði.
Hann var alinn upp af foreldrum sínum, þeim
Jóni Sigfússyni bifvélavirkja
frá Krossi í Fellum og Svölu Kristínu
Óskarsdóttir frá Seyðisfirði.
Fúsi á 2 systur, Guðnýju
Ásthildi (árgerð '72) og Eygló
Þórstínu (árgerð '74).
Guðný býr ásamt Vigni flugmanni
og verðandi kerfisfræðing í Kópavogi
og eiga þau eina litla óskírða
dóttur. Eygló býr í Salzburg
í Austurríki og hefur það fínt
þar. Þegar við fluttum til Danmerkur,
byrjaði Fúsi strax í smíðavinnu
og var svo "heppinn" að líka þar
afbragðs ílla, fór að leyta sér
að námi, viku áður en skólarnir
byrjuðu og er núna útskrifaður Teknisk
Designer með hæstu einkun. Hann er kominn með
fasta stöðu í fyrirtæki sem heitir
Sloth Møller
A/S sem er verkfræði-og ráðgjafastofa.
Fúsi hefur ofboðslega gaman
af tölvum, eyðir mjög miklum tíma
fyrir framan skjáinn og er alltaf með e-r spennandi
verkefni í gangi. Honum finnst líka gaman
að hlusta á góða tónlist,
helst í botni en það fær hann bara
þegar hann er einn heima. Hann er farinn að
hjóla mikið og reynir að mæta í
box 2svar í viku.Næst í röðinni
er Dagný, sem sagt ég,
því að ég skrifa þetta!
Ég heiti fullu nafni Dagný Sylvía
Sævarsdóttir og er fædd á Seyðisfirði
2. ágúst 1975. Mín fjölskylda
er aðeins flóknari en Fúsa... en þið
þurfið ekkert að reyna að fatta hana.
Mamma mín fæddi mig og hún heitir
Anna Kristín Magnúsdóttir.Og hennar
foreldrar hétu Magnús Sigurðsson og
Sigríður Ásta (frá Stakkahlíð)
Stefánsdóttir. Þau bjuggu í
fallegasta firði á Íslandi en sá
fjörður heitir Loðmundarfjörður.
En árið 1967 fluttu þau til Seyðisfjarðar,
og bjuggu í húsi sem heitir Berlín.
Pabbi minn sem tók
þátt í ad búa mig til heitir
Sævar Pálsson og á helling
af systkinum, þau voru 12 í allt. Hann er
að hluta til Jökuldælingur, en hefur búið
lengst af í Eyjarfirði. Pabbi minn sem ól mig upp ásamt
mömmu, heitir Áskell Gunnar Einarsson
og er frá Mýnesi. Við mamma fluttum
í Tókastaði til Á pabba árið
1976 og þar ólst ég upp ásamt
Magga litla bróðir mínum. Hann er heitir
Magnús
Einþór Áskelsson og býr
í Reykjavík ásamt Hebu Maren og leggja
þau sitt af mörkun við að fjölga
mannskepnunni. Maggi fæddist árið 1978
og var og er yndislegur litli bróðir. Hann
er núna að læra þroskaþjálfun
í kennaraháskóla Íslands.
Ég á 2 önnur systkini, Elvu
Rakel Sævarsdóttur, litlu systur,
en hún er fædd 1980 og býr á
Akureyri. Hún er frábær og okkur semur
ótrúlega vel, hún er alveg búin
að fyrirgefa mér, hvað ég var mikið
kvikindi þegar við vorum yngri. Hún á
kærasta sem heitir Halli og er fæddur 1975.
Svo á ég líka stórann bróðir
sem heitir Júlíus Sævarsson ('65)
og hann hefur aldrei pínt mig því
hann hefur alltaf verið útá sjó...
Hann á 4 börn og eina konu sem heitir Brynhildur
Geirsdóttir og þau búa á Akureyri.
Ástæðan fyrir því
að við fluttum til DK var sú að ég
ætlaði í skóla, byrjaði í
Hotel og Restaurant skólanum í Euc-syd í
Aabenraa, en fann fljótlega að það
var ekki alveg ég. Vann í nokkra mánuði
í leikskóla hérna í Sönderborg,
meira að segja 3ja. elsta leiksóla í
landinu, frá 1872. Byrjaði síðan
í janúar 2003 í Social-og sundhedsassistent
og kláraði í ágúst 2004. Í febrúar 2005 byrjaði
ég í hjúkrunarfræðinámi
í Den sönderjyske sygeplejeskole. Þetta
tekur 3 og 1/2 ár þannig að ef allt gengur
að óskum verða námslok 06.2008.Mér finnst ótrúlega
gaman að hjóla og línuskautast með
dætrum mínum. Á Íslandi vorum
við alltaf í sundi og að fara á
hestbak hjá mömmu "ud i det blå"
er líka frábært, bara ekki með
túrista...Hérna er frábært
að liggja á ströndinni, ferðast bæði
stutt og langt og gera e-ð skemmtilegt með vinum
okkar.
Þriðja elst er stóra
stelpan okkar hún Aldís Anna,
hún er fædd á Egilsstöðum þann 19. ágúst 1995. Aldís
Anna gekk í 2 leikskóla, leikskólann
í Fellabæ og svo á Egilsstöðum.
Núna er hún í 5.c í Sönderskovskólanum.
Hún var fljót að læra dönskuna
og aðlagaðist vel. Lærði fljótt
að lesa og gengur mjög vel í skólanum.
Uppáhaldsfögin hennar eru musik og danska.
Og stundum fara þau í tölvurnar og það
er náttúrulega það allra besta.
Hún hefur
líka rosalega gaman af tónlist og er Arvil
Lavigne í algjöru uppáháldi
hjá henni.
Aldísi finnst gaman að fara í hjólatúra
og línuskautatúra í góðu
veðri. Hún er algjör barnagæla og
getur hnoðast með lítil börn tímunum
saman. Hún stundar sund (þar sem skólasundið
byrjar ekki fyrr en í 3. bekk hérna) og
var í dansi í 1 og 1/2 ár en skipti
yfir í handbolta. Að sjálfsögðu
valdi hún sér besta liðið í
Sönderborg og æfir því með
Ulkeböl og standa þær sig svakalega vel.
Aldís er sveitastelpa í
sér og hefur alltaf notið þess í
botn að vera innan um dýrin í sveitinni
hjá ömmu og afa. Og hún elskar að
fara á hestbak og moka skít í hesthúsinu.
Hún saknar Íslands svolítið og
það sem togar mest í hana eru ömmurnar
og afarnir.
Sú yngsta í fjölskyldunni
er Ásrún Svala og hún
er einnig fædd á Egilsstöðum. Hún
kom í heiminn með svolítilli sprengingu
(henni líkt) þann 4. júní 1997.
Hún byrjaði hjá dagmömmu (Heiðu)
og fór svo í leikskólann á
Egilsstöðum. Hér í Sönderborg
hefur hún verið í 2 leikskólum,
sá fyrri var frekar vonlaus en sá seinni
sá besti í Sönderborg. Það
er er að sjálfsögðu Toften og gengur
oft undir nafninu "Byens beste börnehave"
(BBB). Þar blómstraði hún þangað
til hún byrjaði í skólanum. Hún er á sama spori og Aldís,
sem sagt3.c og kennarinn hennar heitir Morten. Svala
elskar að vera í skóla og gengur ofboðslega
vel. Svölu finnst rosalega gaman að
hlusta á tónlist og að dansa.
Hún er voðaleg pæja og finnst ekkert
leiðinlegt að fara í búðir og
eyða peningunum sínum. Svala byrjaði í fótbolta í haust og finnst það alveg æðislegt.
Þær systur eru algjörlega
eins og svart og hvítt, bæði í útliti og hegðun. Fatavalið og stíllinn
er úr sitthvorri áttinni en þrátt
fyrir það kemur þeim oftast vel saman
og þær standa sko saman ef e-ð bjátar
á.
Ekki má gleyma bílnum okkar,
enn einu sinni erum við komin á Honda
Accord... Af 10 bílum höfum við
átt 4 Hondur. Þessi er árgerð
´92 og hvít. Við gátum hreinlega
ekki átt Mözduna lengur (vegna óviðráðanlegra
orsaka...;)) og þessa Hondu fann ég á
bílasölu í Aabenraa einn daginn þegar
ég var á leiðinni heim úr skólanum.
Ég að sjálfsögðu féll
fyrir henni og loksins gat ég farið að
njóta þess að keyra aftur. Þetta
er mikil sárabót í staðin fyrir
gömlu honduna sem við áttum á Íslandi
en urðum að skilja eftir vegna þess að
innflytningsgjöldin eru svo há hérna.
En við erum sem sagt vel sátt í dag
með okkar Honda "akkúrat" eins og
Svala segir stundum. Við þurfum engin gæludýr...!!!