Um bloggið

Þegar við fluttum til Danmerkur árið 2001 byrjaði ég að skrifa tölvupósta til nánast allra sem ég þekkti sem voru með netfang heima á Íslandi. Ég skrifaði um allt og ekkert og hafði gaman af.

Ég byrjaði að blogga árið 2004. Við keyptum dómeinið alrun.com og gerðum vefsíðu og bloggið varð hluti af henni.

Snemma í bloggferlinum skipti ég um bloggsvæði og þurfti að flytja allar færslur yfir handvirkt. Það fórst því miður eitthvað fyrir og því er fyrsta árið glatað.

Ég hef alltaf bloggað um allt milli himins og jarðar.

Ég hef gengið í gegnum tímabil svo sem: slettutímabilið – nýyrðatímabilið – Danmerkurdýrkunartímabilið – Íslandsdýrkunartímabilið – reiðitímabilið – jákvæðatímabilið osfrv

Fyrstu árin notaðist ég ekki við myndir en í dag nota ég þær mikið. Ég tek þær sjálf nema ég taki annað fram eða þær séu augljóslega teknar af netinu.

Njótið vel og endilega ekki taka mig of alvarlega nema þar sem við á.

Sjáumst á skjánum

Kveðja Alrúnarbloggið

———

Þið finnið mig á:

Facebook:  Alrúnarblog

Instagram: alrun75