Bjórinn flaut í Mölleparken…

Ok áður en ég kem með meira náttúru/hollustu blogg, ætla ég að segja ykkur frá tónleikunum sem ég var á rétt áðan og hversu rosalega ég hrundi í það á allan hátt. Velkomin ég, heim í hversdagsleikann… þar sem hversdagsleikinn snýst um vinnu, kaffihús, menningarviðburði af ýmsu tagi og hreyfingu.

2013-08-16 20.39.13

Það var menningarklúbburinn sem hélt hópinn i kvöld. Þetta voru tvöfaldir tónleikar… Poul Krebs byrjaði og síðan kom Johnny Madsen.

Kjartan kom og sagði: „Dagný, viltu ekki bjór?“ Ég stundi: „ég drekk ekki bjór“… en sagði upphátt: „jú jú“.

Ég nefnilega tilkynni það hverjum manni og konu að ég drekk ekki bjór… enda drekk ég ekki bjór. Finnst hann ekki góður og ég blæs útaf honum frá nára uppí brjóstkassa. Gjörsamlega tútna út… og þarf sífellt að vera að pissa. En á það til að fá mér ef ég er t.d. stödd í framandi borg á veitingarstað með eigin bjórbrugg. Eða ef ég er á útitónleikum.

Áðan var ég að útitónleikum… og Poul Krebs byrjaði… hann syngur um að við þurfum öll „små sensationer“ og ég tók hann á orðinu og þáði bjórinn af Kjarra.

2013-08-16 22.30.25

Og áður en ég vissi af var ég komin á 2. bjór í rigningunni í sexy Leggings og Johnny Madsen, subbulegi Esbjergingurinn var farin að spila. Hann er ævagamall, með fitugt hár og finnst „sundhedsstyrrelsen“ næst versta orð í heimi. Því honum finnst hrikalegt að það sér verið að reyna stjórna heilbrigði hvers og eins. Honum finnst orðið „selvangivelse“ verra. Það finnst mér líka.

En þetta með „sundhedsstyrrelse“… það er orð sem klífur mig í tvennt. Því á annan bóginn finnst mér skuggalegt að það sé verið að eyða svona gífurlegum skattpeningum í:

  • alkoholista
  • reykingarfólk
  • offitusjúklinga

Sem oft að vissu leyti velja sjálfir að vera eins og þeir eru því allir hafa í rauninni val. Og þessum hópum fylgir gífurlegur kostnaður á svo margan hátt að það veldur mér næstum gæsahúð. En á hinn bóginn, ef þessi hópur væri ekki eins og hann er, væri ég vitaatvinnulaus!

2013-08-16 22.59.37

Poul var þægilegur… en Johnny var góður… hrár, skítugur, íturvaxin að framan og rámur. Hans tónlist kom upp um iljarnar, framhjá vissum stöðum og upp í heila. 

Ég dró stuðboltann hann Sigfús með að pissa… ekki það að við pissuðum bæði, en það er önnur saga… á leiðinni til baka, vildi ég láta bjóða mér upp á e-ð að borða… en nei nei, Sigfús var ekki svangur. Hvað tekur mörg ár að fatta að ef annað er svangt, eru bæði svöng!?!

Allavega, ég bauð sjálfri mér upp á ringriderpulsu… held að það sé í fyrsta skipti sem ég kaupi svona við álíka aðstæður. Maður fær eina gráa pulsu, með hvítu brauði við hliðiná, ásamt bletti af tómatsósu og sinnepi. Ekki mitt uppáhald. Samt smakkast pulsan ok, þótt hún líti út eins og typpi í góðum málum á ævagömlum manni… jú jú strákar mínir, typpið á ykkur á eftir að minnka og grána… let me know it!

En það er líka annað mál… ég hef sagt guði og öðru fólki að ég borði helst ekki pulsur og alls ekki hvítt brauð. Hversu djúpt er hægt að sökkva þegar félagsskapurinn og umhverfið er orðið svona djúpt? Og ég steingleymdi að taka mynd af pulsunni… og hún rann niður!

Í allt drakk ég 1500ml af kranabjór… það er bara margra ára met… ekki rekur mig í vörðurnar hvenær slíku magni af bjór hefur verið skolað niður síðast….

2013-08-16 20.57.24

Geri aðrir antibjóristar betur…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *