Neytendahornið

Í blogginu í gær hreinsaði ég allan Gilitruttar grun af hjá þeim sem ekki hafa séð mig áður. Bara tilhugsunin um að fólk haldi að ég sé eins og Gilitrutt, er hræðileg… þótt ég sé síður hégómagjörn.

Í dag var ég að gramsa í ísskápnum og fann þetta.

2014-01-25 18.03.38

Light rjómaost! Ég spurði: „hver keypti þetta?“ (Ég hef haldið mig langt frá Light vörum í gegnum tíðina).

Eiginmaðurinn: „ég“

Ég: „afhverju LIGHT?“

Eiginmaðurinn: „er það ekki það sem þú þarft…?“

Sjálfsmyndin mín er mölbrotin núna… mér líður eins og Gilitrutt. Makar fólks þurfa kannski aðeins að passa sig á hvað þeir segja!!!

Ég kom við í Fötex í gær og rakst á þetta svakalega tilboð…

2014-01-24 18.23.20

Dömubindi á 10kr. En ef betur er að gáð, stendur á skiltinu: „Hreingerningarmarkaður“. Ég er búin að velta þessu fyrir mér síðan í gær… eru dömubindi hreingerningarvara?

Ég endaði á að spyrja eiginmanninn áðan.

Hann: „já, er það ekki? annars væri þetta útum allt gólf…“

Fannst þetta svar lélegt og það svaraði ekki vangaveltum mínum. Við ræddum þetta fram og til baka og veltum þessu mikið fyrir hvort örðu. Komumst að niðurstöðu; Hreingerningarvörur gera hreint… Dömubindi gera síður en svo hreint. En þau fyrirbyggja óhreinindi á gólfum, í sófum og á stólum. Svo Fötex hefði átt að skrifa þarna: „profylaktisk rengöringsmarked“ eða á íslensku „fyrirbyggjandi hreingerningarmarkaður“.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *