Útreið í Gröfina

Vegna veðurs var ákveðið að fara í reiðtúr sem er svo sem ekki frásögum færandi nema vegna þess að ég hef ekki farið á bak síðan í byrjun þessarar aldar. Eiginlega ekki síðan mamma gerði of miklar kröfur til mín um að láta klárinn ganga betur inn undir sig…?!?
1-IMG_7737

Svona reiðtúrar þarfnast undirbúnings… það var kempt og prílað!

1-IMG_7741

Hestarnir hafa haft það einum of gott í sumar og því sprengfullir af sóleyjum, fíflum og öðrum blómagróðri.

1-IMG_7751

Þar sem ég er fyrrverandi hestakona, með hestablóðið frá öllum foreldrum mínum, fer ég ALDREI á bak án þess að vera í skálmum. Mér finnst þær töff. Þær fela líka reiðbuxnaleysið á mér og ekki dettur mér í hug að fara í gömlu mínar frá því á síðustu öld, en þær eru vínrauðar og úr flaueli… alveg hroðalega ljótar! Og viljandi týndar.

1-IMG_7764

Ég hafði engu gleymt… stillti ístöðin eins og ég hefði ekki gert annað í 20 ár. Reyndar kom í ljós eftir að við lögðum af stað að það var 6 gata munur á ístöðunum hjá Viktori. Hann hékk samt á.

1-IMG_7777

Þarna erum við að verða tilbúin í útreiðina í Gröfina. Mamma vildi endilega fara í Gröfina því þangað hafði ég aldrei komið. Þið sjáið þarna rassinn á móður minni í fjarska.

1-IMG_7792

Aldísi fannst þetta svo merkilegt (að ég skyldi fara á hestbak) að hún tók að sér að mynda þetta í bak og fyrir.

1-2014-07-03 13.51.42

En auðvitað tók ég símann með mér… gæti verið net í Gröfinni… og til að taka myndir og sanna fyrir ykkur að ég hafi riðið á yfirferðartölti alla leiðina. Töltið sést greinilega á faxinu fyrir þá sem eru glöggir.

1-1-2014-07-03 13.32.04

Í Gröfinni var áð… netlaus en með prins polo og gróður… ekki veitti klárnum af. Engin ástæða til að halda aftur að sér þegar nóg er af matnum! Og ég fékk minn skammt af birkilaufum. Finnst þau svo góð og þau minna mig á æskuna því þegar hart var í ári og uppskeran brast, var ég send útí Ásgeirsstaðaskóg til að borða morgunmat. Enda hef ég aldrei á ævinni fengið þvagfærasýkingu og þakka ég birkinu fyrir það.

1-2014-07-03 13.31.41 (1)Þegar ein kýrin pissar, pissar restin…

1-2014-07-03 13.40.29

Annars var það þannig að Viktor vildi veðja við mig um að ég dytti af baki. Og ástæðan var sú að pabbi hans, Maggi bróðir, flaug af þessum hesti á fótboltavelli fyrir framan ca 200 manns á ættarmóti um daginn. Hann sagði að hesturinn hefði bæði prjónað, ausið og rokið… sem ég einhvernvegin efast um þar sem þetta hefur verið barnahestur í uppundir 18 ár. Fannst frekar fúlt að missa af þessu atriði en ættingjarnir sögðu að þetta hefði verið lang fyndnast á mótinu.

En ég datt ekki af… og þar sem mömmu fannst ég svo seig, vildi hún skipta við mig og leyfa mér að prófa frúar/fullorðinshestinn. Það er heiður eða hrós skal ég segja ykkur.

1-2014-07-03 14.38.50Þarna töltir hinn klárinn… þetta var slaktaumatölt. Frekar auðvelt.

1-2014-07-011

Það leikur engin vafi á að taumhaldið hafi verið í lagi þegar froðan lekur svona útúr honum. Ekkert tungubasl þarna! Né gaddur. 1-IMG_7807

Þetta var svaka gaman… þetta var á miðvikudaginn síðasta… í dag er sunnudagur og ég get enn ekki krosslagt lappirnar! Það er engin teygja fyrir neðan mitti meira. Allt stíft eins og járnstöng.

1-2014-07-012

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *