Gjafirnar frá útlöndum.

„Viltu kaupa gjöf handa mér“ segir Svala í hvert skipti sem ég fer út fyrir landsteinana (þó ekki þegar ég fer til Þýskalands, sem betur fer) og í hvert skipti kaupi ég e-ð handa henni. Síðast var það Farris (jú það flokkast sem gjöf).2014-09-15 13.33.14Hún var alveg skýjum ofar með það. Núna þegar ég var í Noregi fór ég ekki í neina einustu búð og því voru góð ráð dýr þegar 5 mín. voru í brottför. Fríhöfnin á Kjevik flugvelli var álíka á stærð og fríhöfnin á Reykjavíkurvelli og úrvalið því ekki mikið. En þá rakst ég á kökudúnk sem tilheyrir 17 ára dóttur minni meira en nokkur annar dúnkur. Henni fannst hann æðislegur. Og ekki síst innihaldið. Og þar sem hún segir reglulega: „ætlarðu ekki að blogga um mig?“ og ég svara með því að spyrja hana um hvað? Hún svarar: „bara um e-ð, t.d. hvað þú átt æðislega dóttur … Þá er best að leyfa henni að vera með í blogginu. Jú jú, hún er ágæt blessunin.

IMG_9283Oreo kökudúnkur gerði þennan dag aðeins betri.

IMG_9290

Og innihaldið! Ekki af verri endanum.

IMG_9302

Alveg eins og risastór Oreo kexkaka…

En það var ekki eina gjöfin. Sigfús gamli fékk súkkulaði með grófu salti en því miður fékk hann ekki neinn einasta bita því það óhapp varð, að Svala, ég og pabbi borðuðum það upp til agna. Veit ekki hvernig það gat gerst að réttur eigandi gleymdist. Fyrir utan að það er arfa vitlaust að gefa einhverjum uppáhaldssúkkulaðið sitt.

Pabbi fékk kveikara með einhverri norskri mynd á. En það mikilvægasta er að hann virkar.

IMG_9324Þarna væri nú auðvelt að leggja nál. Fúsi er með enn betri æð í enninu. Hún kemur svo greinilega í ljós þegar hann hlær og ég hef ítrekað spurt hann hvort ég megi leggja nál í hana. Tilhugsunin um Fúsa gangandi um með bleika nál í enninu fer alveg með mig. Ég get ekki hætt að hlægja í hvert sinn sem ég hugsa um þetta. Hann hefur aldrei gefið mér leyfi, ekki heldur þegar ég tók nál með mér heim og bauð honum borgun fyrir.

Annars eru uppáhaldshendurnar mínar freknóttar hendur. Hreinlega fallegast. Þarf sjaldnar að þvo þær. Ein besta vinkona mín er með og tengdamamma heitin var líka með svona hendur. Ég fæ ca. 15 freknur í allt á hendurnar á sumrin og er það hápunktur þess árstíma.

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *