Það sem ég hræðist mest …

Hræðslan … óttinn … skelfingin … svo óþægileg fyrirbæri! Þau geta svo auðveldlega tekið af manni völdin og látið mann skjálfa, svitna og jafnvel skæla. Það kemur fyrir hjá mér. Sjaldan en þó. Núna síðast um helgina lamaðist ég næstum úr skelfingu inn í mínu eigin húsi. En að því seinna.

Fyrir utan allt þetta mjög hræðilega; missi, alvarlega sjúkdóma, pyntingar, að valda dauða, að vera alein í heiminum, hræðist ég mest:

  • að vera bundin og einhver potar í naflann minn (er svo viss um að það komi gat inn í maga).
  • að vera valdur að meiðslum einhvers.

Í dag var ég að klippa plástur við andlitið á sjúklingi og vinnufélaga mín heldur plástrinum. Þegar ég klippi, kippir hún hendinni að sér og segir um leið „ááá“. Ég varð hvít eins og krít, fékk næstum tár í augun og baðst innilegrar fyrirgefningar en hún dó úr hlátri því þetta var bara grín hjá henni. Afskaplega lélegt grín að mínu mati! (Ég hefndi mín seinna).

Við Vaskur löbbum oft niður Ringgade í kvöldgöngutúrunum okkar og hjá læknastöðinni er annað slagið gulbröndóttur köttur á vappi. Þeir Vaskur eru vanir að nusa af hvor öðrum og eru orðnir hinu mestu mátar enda eins á litinn. Ef kötturinn er ekki, leitar Vaskur að honum. Í síðustu viku vorum við seint á ferðinni, kötturinn var ekki á staðnum og því héldum við áfram. Örlítið lengra, hjá blokkaríbúðum, rákumst við skyndilega á annan kött sem varð logandi hræddur við hundinn, hljóp beint út á götu og undir eina bílinn sem var á ferðinni þetta kvöldið. Bumm! Bumm bumm. Þvílíkt sem hann skall og snérist. Hjartað í mér hætti að slá. Kötturinn stóð á fætur, hljóp til baka og  inn í þyrnirunna við blokkina þar sem ekki nokkur leið var að ná til hans (líka út af Vaski). Ég sá hann ekki, heyrði bara skrítin kokhljóð. Þarna stóðum við Vaskur, bæði með tárin í augunum og vissum ekkert hvað við áttum að gera. Flest ljós voru slökkt í íbúðunum í kring, ég símalaus eins og venjulega í göngutúrunum og engin á ferðinni. Þá var mér sendur engill … í svörtum sendiferðarbíl. Nauðasköllóttann, með hring í eyranu, tattoo á hálsinum og í vélprjónaðri úlfapeysu. Ég áræddi að biðja hann um hjálp og auðvitað var hann með vasaljós. Við fundum köttinn sem hvæsti eins og ljón og vonlaust að snerta hann. Skyndilega stökk hann upp, hvarf á bak við hús og sást ekki meir. Það sem þetta var óþægilegt þar sem við í rauninni ullum þessu slysi.

  • að rúðuþurrkurnar láti sig hverfa þegar ég er að keyra á hraðbrautinni í úrhellisrigningu á þónokkurri siglingu. Spái oft í þessu; geta þær fokið af þegar þær eru á hæstu stillingu og maður er á mikilli ferð? Einhver lent í þessháttar? Ætti kannski að vera með aukasett með mér?
  • að þurfa að fara í veikindarleyfi í fleiri vikur. Ég lenti í því um daginn að fá verk í ákveðin stað í fætinum og út frá reynslu annarra og google, fann ég það út að ef ég þyrfti að fara í aðgerð, myndi ég fara í 8 vikna veikindaleyfi. Þessvegna hringdi ég beint í bæklunarlæknana á föstudaginn og krafðist þess að einn þeirra myndi fórna matartímanum sínum í mig. Fékk það staðfest að ég er hvorki á grafarbakkanum né á leið í 8 vikna veikindarleyfi. Tilhugsunin um veikindarleyfi var bara að bera mig ofurliði.
  • Að söðla skyndilega um starfsvettfang, gerast Tupperwareskvísa, fylla heimilið af plasti og finnast það í lagi.
  • Undanfarnar vikur hefur mig dreymt ofboðslega mikið. Ég er ekki frá því að mig hafi dreymt ALLA facebookvini mína, alla vinnufélaga og margt annað fólk, 270 staði og 727 atburði. M.a. dreymdi mig um daginn að það væri stór könguló skríðandi í rúminu. Í draumnum æpti ég upp, í alvörunni settist ég upp. En var alltof þreytt til að rannsaka málið nánar og féll sofandi á koddann minn aftur. Um helgina var næturráp á frumburðinum og við gömlu vöknuðum. Klukkan var 4:30 og því tilvalið að fara að pissa. Þegar ég er að þvo mér um hendurnar verður mér litið í gluggakistuna (í augnhæð við hliðina á mér) og liggur þá ekki, sú allra allra stærsta könguló sem ég hef nokkurn tíma augum litið (fyrir utan í dýragörðum). O my fucking GOD!!! Klóakköngulærnar sem komu í ljós þegar við brutum upp gólfið og klóakið hefðu getað verið gæludýr þessarar. Ég lamaðist nánast og kallaði veiklulega á Fúsa. Hann brjást skjótt við, sótti ryksuguna og stillti stútinn í lengstu stillingu. Köngulóin hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég hafði því miður ekki rænu á að taka mynd fyrir ryksuguatriðið (eða af því) því ég stóð skjálfandi upp á klósettinu. Ég lagðist enn skjálfandi upp í rúmið mitt með svarta lakinu og dökkgráu rúmfötunum. Fúsi stakk upp á að við kveiktum ljósið. Afhverju? Bara að athuga, svaraði hann. Ég fékk næstum kast við tilhugsunina um að það væru fleiri … upp í rúmi! Ég VAR hætt að vera hrædd við köngulær. Tel mig hafa sjóast í skóginum og við klóakaðgerðina. Nú er ég aftur orðin hrædd! Skíthrædd. Og er alltaf á vakt. Eftirfarandi myndband sýnir stærðina á þeirri sem heimsótti okkur vel.

  • Þetta er samt ekkert á við Bresku stelpuna sem fann 7 cm langa blóðsugu í nefinu á sér. Þegar hún var í baði kom blóðsugan það langt út að hún snerti neðri vörina á stelpunni. Hún reyndi að ná henni, en sugan dró sig til baka. Stelpan þurfti því að fara til læknis til að láta draga kvikindið út. Fréttin er hér. (Á dönsku, sorry). Allavega, ég myndi tryllast!

IMG_0073

Frekar, af tvennu mjög íllu, myndi ég vilja fá skógarsnígil upp í nebbann. Held ég. Reyndar eru svona skógarsniglar ansi algengir í andlitinu á kvenkyninu. Á dönsku er talað um „skovsnegleøjenbryn“ þegar svartar þykkar Arababrýr eru settar á allt öðruvísi andlit Vesturlandabúa.

ef27627cec4de2582788e38827058f6f

(Myndin er stolin af netinu)

Þessi er aðeins of Afríkuleg fyrir dæmigert útlit Vesturlandabúa og Araba en stíllinn og augabrýrnar eru dæmigerðar fyrir það sem sést á hráslagalegum götum Norðursins, og jafnvel við ljóst hár!?! IMG_0065IMG_0034

Tveir sniglar! Klask klask og andlitið er fullkomið! Eða hvað?

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *