mubblan og sturtan

Var ég annars búin að auglýsa það að baðherbergið í kjallaranum er í fullri notkun… svo ljúft, svo ljúft :-Þ Í fyrsta skipti í 13 ár er ég með baðherbergi útaf fyrir mig… með allt mitt dót… ég á allt plássið. Nú hugsa einhverjir/einhverjar… en hvað með Fúsa??? Fær hann ekki að vera með… Jú, hann deilir tannburstaglasinu með mér… svo fær hann að þurrka sér í handklæðin mín. Jú, svo á hann 2 ilmvötn og eitt krem og einn svitalyktaeyði… og eina rakvél! En ef ég hefði ekki keypt allt þetta handa honum þá ætti hann bara tannburstann. Svo það er á mínu valdi hversu mikið baðherbergið er MITT! Hann getur að meira segja gert nr 2 í vinnunni.

Ég er svo mikið í skýjunum yfir baðherberginu að ég gleymi öllu um vatnssparnað, peningalega séð og umhverfislega séð. Ég bara stend og stend og stend í sturtunni…. læt buna á mig þangað til það hvarflar að mér að ég sé að leysast upp. Eins og stelpurnar í „Geðinu“ (Psykiatrien) sem voru Borderline (hef ekki hugmynd á íslensku) og komu reglulega og tilkynntu að þær hefðu það skítt. Þegar búið var að prófa allt… spila, göngutúrar, nudd, spjall ofl ofl, datt einhverjum í hug að senda þær í sturtu… og þar sem Borderline stelpur hafa það rosalega oft skítt, fóru þær rosalega oft í sturtu… það bara rann og rann… þangað til það rann upp fyrir þeim að þær gætu leysts upp. Þá hættu þær að fara í sturtu.

En að baðherberginu sem ég enn er svo hamingjusöm yfir… svo hamingjusöm yfir mubblunni sem Fúsi minn tjaslaði saman fyrir „næsten ingenting“ og sturtunni. Og blöndunartækjunum sem ég get speglað mig í því ég nenni ennþá að þurrka af eftir hverja sturtuferð! Svo í gær sat ég við borðstofuborðið sem er orðið frekar lúið útlitslega séð… og hugsaði með mér að það á ekkert eftir að fara í sprautun á næstu mánuðum… en Halló, allt bæsið sem ég keypti, áður en rétti liturinn fannst… því ekki að nota það og lakka svo bara almennilega yfir það?!!? Ætla að viðra það við Fúsa minn… hvort hann nenni ekki að lakkhreinsa, bæsa og lakka aftur. Ég meina, hann situr nú líka við þetta borð!

Helgin verður róleg, dagvaktir framundan (vonandi ekki í einangrun), Aldís fer á fermingarkjólarúnt með nágrönnunum og Fúsi ætlar í vegginn! Svala hefur ekki plan ennþá.

Góða helgi fólks

p.s. hvort er mubla með einu eða tveimur béum? møbel er bara med einu!!! En ef ég skrifa mubla, þá er eins og það vanti e-ð…

3 Responses to “mubblan og sturtan

  • HALLÓ!!!!!

    Það bara hrynja hérna inn bloggin og maður hefur bara ekki undan að kvitta!!!!! Missti meira að segja af einu heilu bloggi……. gat því smjattað á tveimur bloggum í einu!!!!

    ……. og bara svona……… maður notar ekki orðið mubbla ef maður er ekki viss hvort það á að vera með einu eða tveimur béum!!! Maður notar bara íslenska orðið húsgagn!!!! ;o) …….. hallast þú frekar að því að mubla sé skrifað með einu béi.

    Öfunda þig af tveimur klósettum!!!!

    Góða helgi!!!!!

  • Sammála Lindu, eitt bé í mubla 🙂
    En ég skil vel að þú sért hamingjusöm með baðherbergið ÞITT því að það er ferlega velheppnað hjá ykkur.
    Kv. Begga

  • Já baðherbergið er flott…súper flott meira að segja. Og ég held að það sé á hreinu að það er bara eitt b í mubla…finst það reyndar ljótt orð, myndi frekar nota húsgagn..eins og Linda benti á.
    Knús og kram
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *