Já ég lenti víst alveg óvart niðrí bæ í gær og fór alveg óvart inn í eina uppáhaldsbúðina mína… sem væri alveg ok, ef maður sæi bara ekkert flott eða spennandi þar inni. En svo einfalt og auðvelt er það sjaldnast… í gær var ég að horfa eftir jakka… var búin að fara í ALLAR búðirnar á göngugötunum í miðbænum. Sá kannski einn… svona nostalgíujakka frá ca 1986. Það var árið sem ég var 11 ára! Í hverju gekk maður þá??? Var það ekki snjóþvegið??? með sokkana utanyfir buxurnar??? Svoleiðis gengur 11 ára prinsessan mín í dag… með sokkana utanyfir. En ekki í snjóþvegnu. Ekki ennþá. En snjóþvegni jakkinn var broslegur en ég fékk ekki fiðrildi í magann og titraði ekki í hnjánum. En í uppáhaldsbúðinni minni voru 2 jakkar sem gáfu mér þessa tilfinningu… og þvílíkt notagildi… passa náttl við ALLT sem ég á!!! En munurinn á snjóþvegna jakkanum og þessum sem passa við ALLT sem ég á, er að þessum snjóþvegna væri hægt að kippa með um leið og maður kaupir í matinn en hinir eru svona „fucking fuck, ég þarf að taka aukavagt til að réttlæta þennan“.

Þessvegna sagði ég já við vakt langt í burtu í nótt. Á sjúkrahúsi sem ég þekki ekki baun nema bakdyramegin og beint inní námskeiðsherbergin. Og nú er ég með pínu stress. Finn ég deildina… þarf ég að taka nesti með mér… hvernig eru aðstæðurnar… og kemst ég lifandi heim af motorveginum í fyrramálið??? En hvað gerir maður ekki þegar maður er ástfangin af jakka???

Áðan hringdi ég í minn eigin lækni. Símastúlkan svaraði og ég sagði: „Hæ, mit nafn er Dagný og ég hringi frá K…“  Þögn „nei ég meina, ég er… “ þögn „öhh ég er bara heima“ Símastúlkan sagði bara já og beið bara… ég vissi ekkert hvað ég var að segja eða átti að segja… var greinilega í vinnunni í símalega séð… „hringi frá K22…“ en ég er bara heima. Síðan reyndi ég að segja afhverju ég væri að hringja… en var ekki geta heimfært það yfir á mig… var algjörlega að hringja fyrir einhvern annan… „jeg ringer pga….! Og svo dró ég andann djúpt og sagði: „mitt vandamál er…“ Maður segir það ekkert… alveg útúr kú „formúlerað“!!! „mitt vandamál er…“ My ass!  En þrátt fyrir allt tókst mér að segja hvert „vandamálið“ var… og fékk tíma. Þá bað þolinmóða símastúlkan um kennitöluna…. 0208854224 (vegna þagnarskyldu er endirinn skáldaður)… „nei nei þetta var vitlaus kennitala“ — reyndi aftur „020875 og allt annar endir… „nei ég meina… xxxx“ Símastúlkan spurði hvort ég væri ekki að panta tíma fyrir mig… jújú, þetta var ég „roðn“. Símastúlkan: „det körer bare for dig i dag…hva?!!?“

En ég bara spyr… hvar er sólin??? þeir lofuðu sól í gær og í dag… og ég bara verð að fara að fá lit fyrir fermingu!!!

One Response to “

  • LOL LOL LOL LOL

    Þú ert dásemdin ein!!!!

    Kannast svoooooo við þetta……. þegar maður er búinn að misstíga sig á tungunni einusinni þá vill það verða að það „bliver ved“!!! Man eftir því að hafa stundum lent í því að hafa „gleymt“ dönskunni minni heima þegar ég fór í skólann……… það voru erfiðir dagar með endalausan hnút á tungunni!!!!

    Bara svona…….. keyptir þú ekki alveg örugglega jakkann??? Bara svo hann sé ekki búinn þegar þú kemur að kaupa hann með aukavaktarpeninginn í vasanum!!!!

    ……… er nokkuð til pels í þessari búð????

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *