Er svo spræk í dag… eiginlega alveg yfir mig ánægð. Fúsi var stoppaður af löggunni í gær! Var ekki með belti! Hann sem er alltaf með belti. Við vorum að fara út að borða og tókum bílinn því við vorum orðin svo sein og ég haltrandi af hælsæri eftir skrallið um helgina. Annars tökum við ekki bílinn niður í bæ. Og við mættum löggunni ca 50 m frá bílastæðinu… þeir snéru við og komu á eftir okkur. Það sauð á mér… fannst þetta óréttlátt því Fúsi er alltaf með belti! Gaf fallegu löggunum bara íllt auga, þakkaði þeim fyrir að hafa eyðilegt kvöldið fyrir mér og strunsaði inn á Oxen og bað þjónana þar um að vanda sig því löggan væri nýbúin að stoppa okkur.

En síðan gerðist e-ð. Ósjálfrátt snéri ég þessu við inn í mér… ég varð himinlifandi! Og sagði við stelpurnar: „þetta er geggjað… nú hættir hann líklega að tuða yfir öllum mínum parkerings- og hraðasektum“. Og þarmeð hafði ég tekið gleði mína á ný og naut yndislega matarins á besta veitingarhúsi bæjarins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *