Vill bara láta alla karlmenn vita að það er ekki hægt að segja að maður geti ekki verið blóðdonor vegna þess að maður sé hræddur við nálar. Því karlmenn eru EKKI hræddir við nálar! Og ef einhver er kettlingur, ekki segja það opinberlega! Ekki láta neinu einustu hræðu heyra það! Það er þó skárri afsökun að segja að maður geti ekki verið blóðdonor vegna þess að maður sé svo spes að maður er í „ABC RhD neg“ blóðflokki sem engin getur þegið. (Það er samt líka asnaleg afsökun).

Síðan komst ég að því í gærkvöldi að ég er hraðari en bíll! Var sein af stað í vinnuna og veðrið var glatað og hjólið mitt útur bænum. Tók því bílinn og ég var 7 mín að keyra og parkera i Du plats gade og koma mér inn í sjúkrahúsið. Á hjólinu mínu tekur þessi process 4 mín. Keyri aldrei aftur í vinnuna!

Að þykjast vera önnur en ég er í fleiri kl.t. er krefjandi. Búin að vera á 2 næturvöktum og er enn frekar ný á deildinni. Allavega það ný að ég get ekki bara gert það sem mér langar til og sýnist. Þykist vera rosa hress og ekkert þreytt… allan tímann! Á tuttuguogtveimur hefði ég bara sagt: „djöfull er ég þreytt“, geispað stórt og smjattað og skriðið upp í hægindastól ef allt var með kyrrum kjörum. Um næstu helgi tek ég 32 tíma í næturvöktum… OMG og ég er jafnný eftir eina viku! Lifi líklega ekki af 🙁

Síðan gengur bara ekki að allskonar fólk komi inn í bakaríið kl 07.10 á morgnana í stuttbuxum í þessu veðri. Ég gæti alveg eins fengið blöðrubólgu af því að horfa á þessa köldu leggi!

Og nú vil ég láta setja algjört bann á eftirfarandi fyrirbæri:

  • ABBA
  • Queen tónlist inn á heimilum
  • Rasmus Seebach
  • Talið í Caroline Wozniacki (hérmeð skal allt vera á skrift það sem hún þarf að segja og hún má ekki fara úr strigaskónum nema nota helling af brúnkukremi á sjálfa fæturnar. Vil samt taka fram að mér finnst hún æði og sem íbúi í DK, er ég rosa stollt af henni )
  • ódýran frystan mat í pokum, t.d. Gordon Blue i hvítum og appelsínugulum pokum og litlum kjötbollum í risa pakkningu úr Netto sem kosta 5 kr kg… þær eru líklega fullar að glerbrotum.
  • mótvind

Svala mín vill láta banna eftirfarandi fyrirbæri:

  • peanuts
  • kvef
  • Gendarmstíginn (var samt alveg crazy í gærkvöldi afþví að hún fékk ekki að sofa hálfpartinn úti í skóginum í ömurlegu veðri og var sótt ásamt hinum 75 13 ára unglingum)
  • Toykio hotel

Annars erum við bara í góðum gír, önnur á leið í skólann og hin í rúmmið 🙂

eigiði góðan dag

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *