Bílar í DK

Við eigum alveg ágætis bíl, ekki nýjan en heldur ekki eldgamlan. Bíllinn er frá 2006, með 2,2 vél og hita undir rassinum að framan. Það er einnig fjarstýring í stýrinu, rúðuþurrkur og skjár sem sýnir útvarpsstöð/geisladisk ásamt hitastigi og eyðslu. Þessum skjá hefur verið póstað einu sinni á instagram… auglýsing á tónlist…

729565_10200579251901706_399603652_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og einu sinni á facebook… mont á hitastigi…

947195_10201082950293851_550924838_n

 

 

 

 

 

 

 

 

Þið ættuð því að kannast við hann 😉

Auk þess er bolla/dósapláss fyrir 2, loftkæling, dráttarkúla, háuljós, gírstöng og númeraplata á tveimur stöðum.

Eins og þið ÖLL vitið, eru bílar í DK sjúklega vangefnislega dýrir. Við meigum þakka fyrir að það sé gírstöng… þótt hann sé ekki sjálfskiftur… nei gvöð, það eru bara þjóðverjaplebbarnir sem keyra um í sjálfskiftum… við þökkum líka gvöði fyrir að það séu 4 dekk! Því allur AUKAbúnaður er DÝR.

Í hvert einasta skipti sem ég opna afturhurðina (sem er ansi oft til að setja hvolpinn inn), er ég minnt á þetta…

2013-05-20 15.30.36

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjáiði hvað ég er að meina? Ég venst þessu ekki en geri mitt besta til að pirrast ekki. Ég er með Íslandsbílaheimþrá…

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *