Svaðilför að Fardagafossinum

Þessi færsla er tileinkuð frænda mínum, Viktori Nóa ofurhuga.

Ég bauð honum í göngutúr i gær og hann spurði strax: „er þetta hættulegur göngutúr?“ Ég svaraði: „nei“. Hann gleymir ekki þegar ég fór með hann í Stapavík fyrir 2 árum, þá 6 ára og hvað það var hátt niður og hversu fast ég hélt um örsmáar hendurnar á honum. Fyrir utan það, að það var svoldið löng ganga fyrir hann og bar ég hann á bakinu langleiðina til baka. Mér var líka farið að finnast leiðin löng 😉 Og hey, það var 2. ágúst þá… afmælið mitt.

Í gær var líka 2. ágúst og aftur var Viktori boðið í göngu.

Þar sem veðrið var norðaustan rigningarsuddi og svartaþoka, var okkur skutlað upp í Fjarðarheiðina og uppfyrir foss.

2013-08-02 12.30.19

 

Viktor var alveg tilbúin og þarna var hann nýbúin að fá að vita að þetta væri frekar hættuleg ferð… það gæti margt gerst ef við færum ekki varlega.

2013-08-02 12.42.08

Við pössuðum okkur á að detta ekki í ánna…

2013-08-02 12.35.26

Og að týnast ekki í þokunni…

2013-08-02 12.50.26

 

Frekar hátt niður þegar maður er 8 ára…

2013-08-02 12.53.31

 

Þennan klett þurftum við að klifra niður því við komum ofan frá. Neðst til hægri á myndinni sést öryggiskeðjan í stígnum. Það voru fiðrildi í maganum á okkur báðum á leiðinni niður.

2013-08-02 12.55.07

 

Viktor fótar sig niður og var með það á hreinu að sleppa ekki keðjunni.

2013-08-02 13.03.44

 

„Hjálp!!! ég hrapa!!!“ (Foreldrar Viktors, skrollið yfir þessa mynd!)

2013-08-02 13.05.47

 

Vissara að fara varlega!

2013-08-02 13.09.21Inní helli á bakvið fossinn… hversu cool er það?

2013-08-02 13.13.51

 

Fengum okkur nesti

2013-08-02 13.22.43

 

Og upp aftur… þetta er bratt og sleipt… engin vafi á því!

2013-08-02 13.25.19

 

Við lifðum af svaðilför dagsins!

2013-08-02 13.33.49

 

Og að lokum var öskrað til Keflavíkur með fossinn í fjarska.

Þegar við sátum í móanum og biðum eftir að verða sótt, spurði Viktor hvort við gætum farið aftur upp og aftur á bakvið fossinn…

One Response to “Svaðilför að Fardagafossinum

  • Heba Maren
    11 ár ago

    greynilega geggjað gaman hjá ykkur. Er ótrúlega þakklát elsku Dagný að þú takir strákinn minn með í þessar göngur. Hann hefur SVO gott af því 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *