Héraðið

Síðasti góðviðrisdagurinn á Héraðinu var í gær. Ég batt á mig skóna, fékk lánaðan hund og tók stefnuna í gegnum hliðið og upp í fjall.

IMG_6451

Þetta var í eitt af fáum skiptum sem ég gekk í gegnum hliðið. Í gamla daga var varla vikið frá húsveggjunum nema ríðandi enda tilhvers að ganga þegar maður hafði um 80 hross til afnota?

IMG_6458

Nú eru engin hross sjáanleg, aðeins 2 gæsir og Snæfellið á sínum stað.

IMG_6465

Held ég hafi skælt yfir þessu áður á blogginu en þessi foss var kallaður Magnúsarfoss…

IMG_6517

…og þessi Dagnýjarfoss. Sjáiði muninn? Dagnýjarfoss þurrkaðist upp á sumrin og var því eiginlega bara foss í leysingunum. Magnúsarfossinn lifði góðu lífi allt árið. Ég er líka enn bitur útaf því að Maggi fékk gamla bronsplattann af Jóni Sigurðssyni í fyrirframarf frá foreldrum okkar… ekki það að ég sé afbrýðissöm…

IMG_6470

Það vaxa líka blóm í Magnúsarfossinum en ekki í mínum. Líklega vegna þess að það er svo lítið vatn í honum að þau fá aldrei séns.

IMG_6473

Þegar ég var komin yfir afbrýðissemiskastið, sá ég Breiðavað. Þarna var reistur súrheysturn þegar ég var krakki og fannst mér þetta ein merkilegasta bygging framan af… eiginlega alveg þangað til ég fór til Parísar á fullorðinsaldri og sá Eiffelturninn.

IMG_6472

Í gamla daga stóð eða féll heyskapurinn með Snæfellinu. Það var ekki á Trausta veðurfræðing treystandi og alltof mikið í húfi. Heyið mátti ekki blotna. Snæfellið brást sjaldnast og heldur ekki í gær. Þarna strauk skýið toppinn og í dag var ömurlegt veður til heyskapar.

IMG_6483

Hundurinn sem vildi ólmur koma með, virti mig varla viðlits allan tímann. Snéri alltaf baki í mig og naut útsýnisins. Þarna var hann að velta því fyrir sér að fara upp á Hábrún og jafnvel austur í Kötluhraun og Fell, niður í Gilsárdalinn og þaðan ofan í Vestdalinn og fá sér kaffi á Seyðisfirði. Mér fannst það ekki galin hugmynd en kæfði hana því ég ætlaði á Hestamannamót.

IMG_6490

Ég renndi mér því jafnfætis niður aftur með tilheyrandi svigi.

IMG_6485Og tók mynd af sveitinni minni í leiðinni…

IMG_6505

…og gæfu gæsunum.

IMG_6516

Þarna er melurinn þar sem hreindýrshornin lágu áður fyrr og veðruðust. Núna vantar mig sambærilegan mel út til Danmerkur. Er í vandræðum með með hornin þar. Annars var Maggi bróðir stundum kallaður „melurinn þinn“… held að mamma hafi gert það. Ég var sem betur fer ekki kölluð melur!

IMG_6519

Og svo ég haldi nú áfram að blanda Magga í bloggið þá er skemmst frá því að segja að hann stakkst ca. 177sinnum á hausinn og þarmeð á bólakaf oní þetta. Hann hljópst reglulega að heiman eftir að hann lærði að hlaupa og niður að skurði til að horfa á vatnið renna. Ég bargaði honum 2svar og e-ð handahófsfólk í hin 175 skiptin. Það er reyndar hreinasta heppni að barnið skyldi vera á lífi í dag og ekki blautari en hann er.

Ég minnstist á það fyrr að ég hefði ætlað á hestamannamót. Veit þið efuðust en þetta var dagsatt.

IMG_6522

Ég fór á mótið. Þarna sjást 4 áhorfendur í brekkunni, 3 alvöru dómarar frá höfuðborginni, rauður hestur á yfirferðartölti og Þoddi línuvörður, dyravörður, hliðavörður og fánaberi. Hann stóð sig með stakri prýði og var mikið talað um það. Ég hélt að sjálfsögðu með Freyfaxa og held ég að þeir hafi unnið mest. Spáði annars lítið í úrslitin því ég var svo upptekin af að virða fyrir mér nýjustu reiðfatatískuna.

Annars er Austurlandsdvölinni lokið í bili enda passar það að flýja norðangarrann sem komin er og fljúga beint í sólina fyrir sunnan.

IMG_6432

Eiðar stóðu fyrir sínu og kann ég foreldrum mínum bestu þakkir fyrir húsaskjól og frítt fæði. Steikti fiskurinn stendur klárlega upp úr! Elskykkur…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *