pakkinn

Er sú sybbnasta í heimi þessa stundina… er þó komin á fætur áður en barnið kemur heim. Um daginn kom Aldís snemma heim úr skólanum og kallaði: „Hæ… Hæ, mamma ertu sofandi“?  Ég svaraði alveg ósjálfrátt: „nei, ég er að hugsa“

Ég er alveg ferleg þegar ég er a kvöldvaktartímabilum. Gott ég á ekki heima í sveit og þarf að gefa morgungjafir!

Held ég þurfi virkilega að kalkhreinsa kaffivélina… hún urrar á eftir mér eins og hvolpur…ekki laust við að ég yrði hálfsmeik í syfjunni…

Og svo er það ekki alveg að gera sig að borða súrmjólk og drekka kaffi um leið… þetta tvennt verður að vera aðskilið… man það næst.

Það er búið að taka okkur hjúkkurnar úr skólanum ca 3 vikur að skipuleggja julefrokost… þetta er bara ekki að gera sig… Nú er buið að breyta julefrokost í evt. cosykvöld með fáum útvöldum og sjálfur julefrokost verður í janúar.

I morgun var dinglað geðveikislega. Póstmennirnir dingla alltaf geðveikislega til að vekja mann. Eg sveipaði sænginni utan um mig og tölti upp, vissi alveg hvaða pakki var að koma.

Risastór pakki… vissi líka alveg hvað hann innihélt.

Á meðan ég kvittaði á græjuna hjá póstmanninum sá hann e-ð afarmerkilegt á tröppunum hjá mér… þegar ég var búin að kvitta, flýtti hann sér að segja góða helgi og fór. Ég lokaði hurðinni og sá þá að hægra brjóstið lafði útundan sænguropinu… (að ofanverðu). Þessvegna voru tröppurnar svona spennandi! Er farin að skilja afhverju sami maðurinn kemur aldrei til okkar… Fúsi hrekkir þa við hvert tækifæri og stelpurnar spyrja hvort þeir vilji kaupa Bratz.

En aftur að pakkanum… hvað haldiði að það hafi verið í honum?

Nammi… 63 einingar af íslensku nammi. (og þá er poki með mörgum þristum í, talin sem ein eining)

Geðveikt. Hef aldrei séð annað eins inn á neinu heimili!

Sendandinn er gullmoli Aglastaða.

Nú ætla ég að sleppa því að versla, hætta að borða egg og borða BARA nammi 😀

Farin að undirbúa dressið fyrir julefrokost í kvöld og bíða eftir að börnin komi heim… hef ekki séð þær almennilega síðan á mánudag.

Góða helgi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *