vinnan hennar Aldísar

Þegar Aldís er að fara að passa, spyr Svala hana hvenær hún eigi að mæta í vinnuna.

Þetta er sko alvöru job sem maður fær laun fyrir.

Aldís ætlar að auka við sig vinnuna og fer í atvinnuviðtal á morgun.

Ráðningarferlið hefur farið fram í gegnum mig og Aldís hefur aldrei hitt börnin né foreldrana.

Hún spurði hvað börnin hétu… það hef ég ekki hugmynd um. Sagði að það væru örugglega einhver þýsk nýtísku nöfn… Aldís sagði: „Ó nei, ég læri aldrei nöfnin á öllum börnunum sem ég passa….“

Hún er samt búin að læra nöfnin á litlu íslensku strákunum tveimur sem hún passar stundum, en þarf að segja þau hægt og rólega.

Ég sagði henni að annað nýja barnið væri bleyjubarn… þar versnaði nú í því… Aldís hefur sama og ekkert passað bleyjubörn… spurði hvort ég gæti ekki tekið bleyju með heim af sjukrahusinu svo hún gæti æft sig… Þar versnaði aftur í því… e-ð takmarkað til af bleyjum á deildinni minni. Reyndi að útskýra fyrir henni muninn á límdum bleyjum og buxnableyjum. Hún hlýtur að spjara sig.

Á morgun er námskeið upp í Haderslev… e-ð simulations-dæmi. Hlakka til þrátt fyrir að við verðum „på”, þeas að það verður tekið upp á video… eða hvað þetta heitir nú til dags.

Og deildin okkar er alveg að fyllast af sælgæti og peningum… fyrir peningana kaupum við sælgæti!

Sjúklingarnir virðast vera extra þakklátir á þessum árstima og í dag fékk ég risa Merci kassa frá einum sem ég útskrifaði. Nú er ég búin að gera samning við sjálfa mig… á móti 5. hverju súkkulaði (nammi) verð ég að borða einn ávöxt.

5 Responses to “vinnan hennar Aldísar

  • Mér finnst samningurinn sem þú gerðir við sjálfa þig ekki vera alveg nógu góður………… það er of lítið hlutfall af nammi á móti hverjum ávexti…….. nammið er miklu minna en ávöxturinn þar af leiðandi þarf magnið af namminu að vera MUN meira til að þessi samningur geti talist sanngjarn!!!!

  • Hún Aldís fer nú létt með það að passa nokkra krakkaunga. Hún er svo blíð og góð þessi elska..EN ég skil ekki eitt. Ég kvittaði rosa flottu kvitti við síðustu færslu en hún birtist bara alls ekki. Hefur Linda Björk kanski einkarétt á kvittinu???
    Knús
    Dísa

    p.s. Það fer að koma tími á kaffihúsaferð ik?

  • Með eða án beyju, þá kemur hún örugglega til með að standa sig í vinnunni sinni, efast ekki um það.
    Það er nú ekki leiðinlegt að fá smá auka umbun fyrir vinnuna, en mér list nú bara vel á þennan samning sem þú gerðir í sambandi við nammið og ávextina, nú er bara að standa sig í þeim efnum.
    Kv. Begga

  • Djöfull ertu alltaf stabíl frænka, þetta hlýtur að koma úr föðurættinni……Demm

  • hehe Linda, þetta hljomar kannski hrikalega… en ef ávextirnir eru mest bara vínber þá er þetta ekkert mál 😉
    Dísa, Linda hefur mikin rétt á kvittinu en alls ekki einkarétt…;) jú, það er komin tími á „en tur pa café“ 🙂
    Begga og Ásta…það hafa ekki verið til nein vínber síðustu daga, svo ég er löngu búin að slíta samningum… enda nenni ég ekki að borða ávexti… tók reyndar eitt epli á leið útaf deildinni í gærkvöldi… það er nóg fyrir desember 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *