stóru fötin

Ég er að segja ykkur að í gær moksnjóaði… ég sá næstum ekkert þegar ég hjólaði í vinnuna… var næstum lennt upp á brú.

Og á leiðinni heim var svo hált að ég þurfti alveg að einbeita mér… náttl ekki þægilegt að detta á hausinn.

Ég hef alltaf sagt að ég geti aldrei unnið í fatabúð, hvorki barna né fullorðins. Það er útaf því að ég hef enga tilfinningu fyrir stærðum… um daginn keypti ég gallabuxur á Fúsa… þær voru ca 4 nr of stórar. Stundum fer ég inn í mátunarklefa með föt sem gætu passað á alltfrá berg til risa.

Í gærkvöldi kom einn sjúklingur kl 2000 til innlagnar og átti að fara í aðgerð í dag. Þetta var kona svo þá segir maður víst sjúklinga. Sjúklinga sat í skraddarastellingu á rúmminu sínu, borðaði pringles og las bt. Bað svo um föt. Ég mældi hana út með augunum og fór svo sótti föt. Sótti það stærsta sem ég fann í húsinu.

En ég fékk þetta allt í hausinn aftur… og hún bað um minnstu stærðina í nærbuxum og buxum… spurði hvað ég heldi að hún væri eiginlega?!!?

Ég bara brosti og rúllaði augunum og sótti nýjar og minni stærðir fyrir frúnna. Ákvað að segja sem minnst, því þá er minnsta hættan á að ég geri íllt verra… en ég get sagt ykkur, þetta var pínlegt!

Ég er reyndar ekki sú eina… stundum gefur Fúsi mér nærföt í jólagjöf… oftast of stórt!!! Er það óskhyggja eða líkist ég svona nærfataafgreiðsludömunum niðrí göngugötu við þukl.

Aldís „babysitter“ stóð sig svo vel í fyrradag að litlu ljóshærðu skotturnar tvær féllu kylliflatar fyrir henni og hún fyrir þeim.

Ég er ekki enn búin að fara og kaupa útiseríur… nú gilda þær gömlu ekki meira… nú er það bara „dioder“ seríur sem eru „inn“. Maður verður nú að vera með i að passa upp á umhverfið. Sérstaklega þegar börnin gangast svona mikið upp í þessu… þið ættuð að vita hvað Aldísi dettur stundum í hug til að verja umhverfið. Þetta er þeim kennt í skólanum sem er bara gott mál.

Farin að gera svo sem eitt til tvö heimilsverk fyrir kvöldvakt 😉

5 Responses to “stóru fötin

  • Drífa Þöll
    15 ár ago

    Fyrst þú ert orðin umboðsmaður fyrir au-pair þá er ég til viðtals svona í apríl-maí, kannski fyrr. Þegar Gunni fer á sjó aftur eftir fæðingarorlof þá veitir mér örugglega ekki af hjálp!!! Láttu mig vita hvernig Aldísi gengur að skipta um bleyjur, það mun gilda hátt á ráðningarskorinu hjá mér…

  • hehe verd med thig i huga, en einungis ef hun hættir við að fermast… þarf nefnilega sjalf á henni að halda þarna í apr-maí 😉
    ímynda mér að bleyjuskifti skifti sköpum og að taka af brjosti og rétta a brjóst… þú þarft margar hendur 😉

  • Góða helgi og gangtu hægt um gleðinnar dyr!!!!

  • Ágústa
    15 ár ago

    Hahaha… ég keypti einu sinni ALLTOF stórar buxur á Binna og hann var frekar móðgaður, spurði hvernig í ósköpunum ég sæji hann fyrir mér, hehe…
    En frekar pínlegt að lenda í svona við ókunnuga, hehe…

    Gangi þér vel við jólaskreytingarnar.
    OG… sjáumst svo á morgun :o)

  • Já það er sko ekkert grín að vera góður í svona stærðarmálum. Fórum í gegn um þetta í fyrra náminu mínu hérna….get samt ekki sagt að ég sé neinn sérfræðingur he he… Knús á þig og hvenær ertu laus a kaffihús????
    Kv.
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *