Enn er ég í djúpu hamingjusömu ástandi yfir klósettinu!!! Ótrúlegt að svona einfaldur hlutur og einföld athöfn geti gert eina svona glaða… reyndar þarf ekki mikið til að gera mig glaða… t.d. getur einn kúlupenni gert mig glaða. Þau í vinnunni segja að ég ljómi þegar ég fái nýjan kúlupenna!

Vikan hefur liðið skotfljótt og verið alveg hellingur að gera, yfirvinna í vinnunni þrátt fyrir yfirvinnubann og kvöldið hafa verið „upptekin“. Fundur á mánudaginn, karfa á þriðjudaginn (loksins), café í gærkvöldi (loksins) og þessá milli handbolti og Obama.

4ja daga helgi er gengin í garð, margt planað og margt ekki planað… öll familien er úti á morgun og allir á sitthvorum staðnum, Svala á discoteki, Aldís að vinna, Fúsi úti að borða með vinnunni og ég fer í afmælisparty 😀

Laugardagskvöldið fer Aldís í party og við höldum matarboð í minna lagi. Skuld síðan um jólin 😉

Fermingin er á næsta leyti… ég hef aldrei fermt áður og kann því lítið á þetta. Við erum samt búin að panta matinn og skjóta á gestafjöldann… svoldið erfitt þegar við erum ekki einu sinni búin að senda boðskortin út… klikkuðu við! Ljósmyndarinn er í vinnslu… reyni að koma því á framfæri hvað ég vil og bíð svo eftir tilboðum… eins og ég sagði, þá kann ég ekkert á þetta. Hvernig myndir eiga þetta að vera… lit, svarthvítar, sepia, inni, úti… hvar úti… hversu margar… erfitt fyrir flögtandi týpu eins og mig að ákveða mig… að sjálfsögðu í samráði við Aldísi… nota bene, hún valdi matinn 100% sjálf.

Nú á bara eftir að koma boðskortunum út, kaupa föt, kaupa allt á borðið, kaupa drykki, panta stóla, borð og evt tjald, kaupa gjöf, segja fólki að við reddum ekki gistingu (hjálpum bara), kaupa auka mat (en samt náttl ekki núna…) og ýmislegt fleira.

En nú nenni ég ekki að hafa vetur meira, mætti ég biðja um vorið takk! Rétt rúmlega mánuður eftir… hef tekið ákvörðun um að lifa hann af! Það er líka svo mikið að gera í febrúar… verður líklega frekar skemmtilegur mánuður og stuttur.

Ég var eiginlega að fatta að ég er algjörlega að klikka á garðinum… hef tekið eftir því upp á sjúkrahúsi að sjúkl eru farnir að fá blómvendi úr görðunum sínum… vintergækkere ofl. Það voru líka vintergækkere og krokus ofl síðasta vetur hjá mér… en ekki núna… grunar að það sé útaf því að ég lét mér nægja að horfa á laukana í búðunum í haust… keypti þá ekki og sáði þeim alls ekki! Veit ekki hvenær ég læri að það er ekki nóg að hugsa eða horfa á hlutina… Eins og með sportið… maður verður svo „fit“ af að horfa á íþróttir í sjónvarpinu. Finnst ég alltaf fá smá handboltakropp eftir VM og EM í handbolta… og fótboltalæri eftir VM og EM í fótbolta… þau tímabil geng ég alltaf í stuttbuxum því ég kemst ekki í gallabuxurnar mínar. Og svo borða ég ótakmarkað smjör en það er nú bara til að smyrja liðina. Stundum finnst mér ég vera eins og konan í parinu í „Tak for i aften“ sem borðar svo mikið Kærgaard (smjör)… en það er bara smjörið… annars er ég ekki eins og hún, allavega er Fúsi á lífi ennþá, en ekki grafin útí garði!

Handboltastrákarnir eru farnir að sofa, þessvegna er ekki vitlaust að fara að sofa líka, er frekar þreytt eftir leikinn.

Þarf samt fyrst að leita að og finna Fúsa.

2 Responses to “

  • Takk fyrir síðast…og þar síðast:) Ég fæ nú bara í magann þegar ég les þetta um ferminguna. Kanski maður fari bara að pæla eitthað í þessu. Ég held reyndar að Aldís sé sirka mánuði á undan Sæavari. Er hún ekki í apríl? Þetta var sem sagt ágætist spark í rassinn fyrir mig. Við sjáumst örugglega eitthvað um helgina….a.m.k. í afmælispartýinu:)
    Knús
    Dísa

  • Aldís er í mai 🙂 8. mai…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *