fyrirparty fyrir diskotek

Í kvöld er diskotekið CNL fyrir krakkana 11-13 ára. Í þetta skiptið ákváðu Svala og 4 vinkonur að hittast hérna á Möllegade og eyða öllum deginum saman…

Fyrst var borðað…

svo var farið í bæinn og keypt meira make-up…

Síðan var vaskað upp (ekki af frjálsum vilja)…

Síðan kl 15:30 var byrjað að fara í sturtu…

og mála sig…

og greiða sér…

og slétta sig…

og klæða sig… úr og í, úr og í…

Svo kom bylur… „ónei, nú getum við ekki labbað á CNL“

„ónei, hvað gerum við nú“

(ég segi við eina að ég keyri þeim bara, fari bara 2 ferðar)

Ein vinkonan: „Svala, mamma þín keyrir okkur“

Svala: „nei, við erum fimm, við löbbum“

Vinkonan: „nei, Svala, það er ekki hægt, því þá myndi hárið okkar og andlit eyðileggjast…“!!!

Þessum prinsessum verður keyrt!

farin í bæinn á hjólinu að kaupa gjafir fyrir afmælin…

góða helgi

2 Responses to “fyrirparty fyrir diskotek

  • Þvílíkar prinsessur, bara rúntað með þær í tveimur ferðum svo að það fari ekki allt dagsverkið í klessu í snjókomunni há okkur ;o)
    Takk fyrir mína skvísu!!!
    Kv. Begga

  • Wów………. bara tvö blogg síðan ég kom hingað síðast!!!……… og ég sem þykist kíkja við á hverjum degi!!!

    Þetta gengur náttlega ekki!!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *