Í dag var frídagur… langþráður! í dag var farið til Aabenraa. Svona rétt að kíkja í búðir 🙂 Okkur finnst alltaf gaman að versla í Aabenraa, finnst göngugatan þar nefnilega svoldið skemmtilegri en hér heima. En í dag fundum við það út að Sönderborg hefur fleiri „spes“ búðir… það er orðið svo langt síðan við höfðum farið á göngugötuna í Aabenraa… sáum búðirnar einhvernvegin í hyllingum. En hyllingarnar hurfu… búðirnar voru ekkert spes. Samt tekst manni að versla óteljandi marga poka!??! Einkennielgt! En göngugatan er áfram söm við sig… skemmtilega þröng og hallandi 🙂

Á leið í bílinn aftur sáum við fram á að við yrðum ekki komnar heim fyrr en rúmlega 18 og því svoldið seint og pirrandi að þurfa að fara að elda þá. Svo við fórum náttl bara á Kebab-hjörnet í nostalgíukasti og tókum besta kebab í dk með heim. Ég sem er löngu hætt að borða kebab, nema þetta. Best í heimi.

Vitiði, ég ætti að fá einhverskonar viðurkenningu… ég er alveg að standa mig í skipulagningu fermingarinnar. Jújú ég! Svo margt sem er búið að panta og kaupa… ég er alveg að koma sjálfri mér gjörsamlega á óvart!!! Kannski verð ég einhverntíman alvöru húsmóðir! Getur einhver lánað mér svuntu?(Flotta)

(En ok, veit að boðskortin liggja enn í möppu… hér í DK, hér á Möllegade… :-Z)

Í nótt sefur heimilisfólkið á þvers og kruss um húsið og götuna. Allt í óreglu!

Á morgun byrjar vetrarfríið… þið trúið því varla hversu langt vetrarfrí ég fæ… án þess að biðja um það… fer ekki að vinna aftur fyrr en á föstudaginn! Ætlum að nota dagana í að finna hvort annað í draslinu hérna (sem fylgja tröppu/veggjarframkvæmdunum) og fara svo á rúntinn um landið.

Góða helgi og gott vetrarfrí 🙂

6 Responses to “

  • Væri alveg til í vetrarfrí!!!
    Æi já alveg rétt…….. ég er alltaf í fríi!!!! he he heee

    Er ekki farin að gera neitt fyrir ferminguna……. er alveg ferlega stolt af þér!!!
    Á því miður ekki svuntu…….. annars myndi ég pottþétt lána þér hana……. bara í stutta stund…… og hún væri alveg örugglega flott!!!!!

  • María Huld
    15 ár ago

    Hæhæ
    Rosa gaman að lesa bloggin þín og frábært að þú póstar þau á facebook svo að maður missi ekki af 🙂
    Til hamingju með baðherbergið.

    Bestu kveðjur María Huld

    PS ég á ekki svuntu… sorrí get ekki hjálpað með það

  • Lára María
    15 ár ago

    Hvernig svuntu viltu Dagný mín?
    Ég á eina rauða með skjaldarmerkinu og líka eina bláa með skjaldarmerkinu, svo á ég einhverjar röndóttar minnir mig. Ef þig vantar hvíta spari svuntu þá á Stína held ég eina voða flotta.
    Njóttu þín í fríinu
    knus

  • Ummm vetrarfrí…hljómar vel :o). Er ekki vaktin á föstudaginn örugglega morgunvakt !! Einar á heiðgræna Budweiser svuntu…og derhúfu í stíl..mjög smart. Njóttu frísins :o)

  • Þú ert dásemdin ein Dagný mín.
    Vona heitt og innilega að þú hafir nú fengið Irish Coffeeið þitt á endanum!!!
    Takk fyrir kvittið!!!

  • Ég spara það að lesa bloggið þitt í nokkra daga i senn svo að ég fái nokkrar færslur i einu.. finnst ein í einu of lítið.. skemmti mér stórvel á að lesa skrifin þín sæta mín 🙂
    Hlakka til að koma til ykkar í sólina í vor.. gott að fá smá forsot á sumarið hér.. Ég kem með gamla gamla.. og líka mömmu þína, held jafnvel að það væri sniðugt ef þú ath hvað kostar fyrir þau að fljuga frá köben til þín.. pabbi er alls ekkert spenntur fyrir því að taka lestina.. endilega tékk fyrir þau…
    ástarknús og kossar
    xoxo

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *