Draumurinn og Randers

Aðfaranótt sunnudags dreymdi mig að ég væri að fara frá Stebbahúsi yfir í Kára/okkarhús með viðkomu í Jóahúsi. Það er nú venjulega lítið mál, en í draumnum var bandbrjálað veður… ég var í dökkbláum kraftgalla (þið sem eruð 5 árum yngri en ég og vitið ekki hvað Kraftgalli er, þá eru það kuldagalli sem var í tísku í kringum 1990). Þannig að mér fannst ég alveg örugg og ákvað að skella mér í bylinn. Það líka glitti örlítið í ljósin í húsunum. Ég lagði af stað eftir veginum… gat ekki farið beint í Jóahús því skaflinn var svo hár… hélt því áfram heimáleið og beygði útaf veginum seinna og klofaðist yfir risaskafl sem var eins og Dyrfjöllin í laginu… þegar ég var að renna mér niður hinum megin vaknaði ég! En þar sem ég er svo ofboðslegur dramatíkus bæði í svefni og vöku, hélt ég draumnum áfram í vakandi ástandi. Ekki alltaf það sniðugasta :-Z Ég semsagt renndi mér niður „Dyrfjöllin“ og bankaði upp á hjá Jóa og bar fram erindi mitt, sem var algjört aukaatriði… ég var þegar komin lengra í að semja drauminn. Kvaddi og lét mér hlakka til að koma heim til fjölskyldunnar og í hlýjuna. En þegar ég var komin að dyrfjallaskaflinum fór rafmagnið af þorpinu… og ég í djúpum snjó! Ég barðist um í bylnum og reyndi að ná áttum en ég var rammvillt… veltist líklega um í hringi (eins og fólkið í þokunni í gamla daga) og var í verulegri hættu á að verða úti. Og ef ég myndi verða úti, yrði þessi blettur kallaður Dagnýjarþúfa og þar yrði svo reimt að ég kæmist í þjóðsögur Jóns Árnasonar… (hmm það er kannski of seint!??!)

En í alvörunni, ég var orðin skíthrædd þarna í vakandi ástandi… munaði sáralitlu að ég myndi verða úti og yrði að draugi. Ég sá ekki húsið okkar, fjölskyldan saknaði mín líklega ekki þar sem ég hafði ekki verið svo lengi að heiman… gat alveg verið enn í Stebbahúsi og auk þess þurfti ég að pissa! Þetta gekk ekki lengur… ég var vakandi… ég ákvað að snúa mér á vinstri hliðina, skríða undir sængina hjá Fúsa og halda í mér til morguns.

Daginn eftir ákváðum við mæðgur að fara í bíltúr til Randers. Eða Fúsi sagði að það væri mjög æskilegt að við færum að heiman. Hann segir að við séu alltaf að þvælast fyrir… hann segir að við séum týpiskar stelpur! Við pökkuðum okkar hafurtaski og héldum af stað með ipod, vettlinga og teppi… miðstöðin í bílnum er enn í lamasessi. Á leiðinni skemmtum við okkur konunglega eins og venjulega þegar við mæðgur erum að rúnta um með ipod 🙂 Ég kenndi þeim að hlusta á Metallica (e-ð annað en unforgiven og nothing else matters) og úr aftursætinu heyrðist í Aldísi: „ofboðslega er hann með fallega rödd“… er hún Aldís ekki einstök? Auðvitað hefur Hetfield ofboðslega fallega rödd, bara ekki allir sem fatta það 😉 Hélt áfram kynningu minni á Bubba, sem er reyndar það eina ísl sem þær þekkja… reyndar svoldið sniðugt þegar við Aldís vorum að keyra e-ð í sumar með ipod… þá undraði hún sig á því að ALLIR íslenskir söngvarar hefðu eins rödd… og það var eins rödd og Bubbarödd… áttaði sig ekki á að Utangarðsmenn, Ego og Bubbi var sama röddin 🙂 Svona eru börnin lituð af erlendri búsetu!

En á leið til Randers var það ekki bara ég sem útvíkkaði tónlistarlega sjóndeildarhringinn hjá börnunum… þær gerðu sitt til að útvíkka minn! Ég var eins og fylltur kalkúnn af Lady GaGa!

Á mánudeginum héldum við Aldís heimáleið en Svala varð eftir. Við Aldís fórum ómálaðar í Ikea og ætluðum bara að kaupa 2 hillur í fataskápinn… yeah right… 2 hillur!!! Klárið mig ekki!!&$#“/!!! („Klárið mig ekki“ er nýyrði á ísl sem ég lærði þegar ég var þar síðast)

Frá Ikea ókum við með vettlinga og teppi og áfram titruðu hátalarnir í bílnum… þám var Kill Bill vol.2 soundtrack í uppáhaldi… sérstaklega 3 lög… Goodnight moon, Malaguena Salerosa og Urami Bushi. Við mæðgur elskum þessi lög…. en guð hvað okkur vantar betri hátalara í bílinn!

En heim komumst við… þrátt fyrir rosalegan draum, hundleiðinlegt vetrarveður báðar leiðir og frekar kaldan bíl!

Óskalisti febrármánaðar:

  • Hátalarar í hús
  • Hátalarar í bíl
  • ilmvatn frá Calvin Klein
  • Miðstöð í bíl (sem blæs heitu)

5 Responses to “Draumurinn og Randers

  • Þú er alveg ótrúleg að geta bara framlengt drauminn eftir að vera vöknuð, flestir pirra sig á því að vera vaknaðir og reyna jafnvel að sofna aftur til að halda áfram að dreyma, þú þarft þess greinilega ekki þar sem þú getur bara búið til framhaldið sjálf og það vakandi ;o)
    Gott að þið mægur komust heilu og höldnu heim úr vetrarfrísferðalaginu ykkar.
    Góða skemmtun á þorrablótinu á morgun…
    Kv. Begga

  • Vá og ég sem hélt að ég ætti gamlan bíl. Það er ekki hægt að opna framhurðina, skottið er iðulega fast og það tekur óratíma fyrir miðstöðina að hitna …en hún virkar („,) já og ég held að sætin séu farin að mygla.
    Við eigum meira sameiginlegt en ég hélt frænka 😉

  • Já og auðvitað virka ekki afturhátalarnir…iðulega suð í útvarpinu og ég á ekki ipod……..en ég kvarta ekki múhaaaaa

  • Hey!!!
    Var búin að kvitta!!!!
    Hvert fór það kvitt???
    Er verið að leggja mann í einelti???
    Vona að óskalistinn fyrir mars innihaldi ekkert af óskalista febrúarmánaðar!!!! …….. því það verður ekkert eftir á honum!!!!

  • Sigga Hulda
    15 ár ago

    Þvílíkur draumur! Þetta kemur líka stundum fyrir mig, að halda áfram að dreyma þegar ég er vöknuð og get ekki losnað við drauminn þó að maður reyni að hugsa um eitthvað allt annað…. Skrítið 😀

    já og …… ég er 5 árum yngri en þú og ég veit alveg hvað kraftgalli er.

    Hilsen héðan frá Esbjerg

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *