Annað hvort er ég alltaf að vinna eða alltaf í fríi, engin regla á neinu í mínu lífi nema kvöldmatartímanum! Helgin lengdist skyndilega þegar ég fékk frí á föstudaginn (fyrir að vera búin að vinna mikið) og þessvegna endaði ég í löngu helgarfríi. Og jésús minn hvað ég er á félagslyndatímabilinu núna… þetta yfirstígur desemberfélagslyndið! Helgarfríið byrjaði svo skemmtilega, fékk vinkonu mína í kaffi í hádeginu á föstudaginn, hún var á leið úr bænum og ákvað að droppa við. Ég var bara eins og nornin í Hans og Grétu… næstum öll inn í bakaraofninum með eitruð hreingerningarefni í hárinu en bauð hana samt velkomna. Þegar hún kom inn í eldhús, sagði hún: „nei, varstu að bóna gólfið…“  Þessi vinkona mín þekkir mig ekki inn að beini. Þeir sem þekkja mig innað beini (eins og Bóas) myndu vita að ég bónaði ALDREI gólfdúka. En samt fylltist ég gleði… yfir einhverju sem ég átti ekki skilið! Ég meina, ég var ekki einu sinni búnin að skúra síðan einhverntíman fyrir jól!

Þetta gleðiskot entist mér yfir alla helgina… umgengst bara skemmtilegt fólk og gerði bara skemmtilega hluti. Fórum t.d. í bíó á mynd ársins „Mænd der hader kvinder“ sem ég mæli alveg með. Fórum líka á skauta niður á grensu þar sem það tók mig hátt í 10 hringi að ná jafnvæginu (hefði tekið 50 hringi ef eg hefði ekki verið búin í fitusoginu) og að hætta blaka handleggjunum. Hef ekki farið á skauta í heilt ár og ekkert verið á línuskautum eftir að við fluttum á Möllegade. Hafði þó vit á að biðja um hockeyskauta í staðin fyrir listskauta í upphafi, e-ð annað en fyrir ári síðan… þegar ég bara bað um skauta og skautaði í 2 klukkutíma og skildi ekkert í hvað ég var  léleg og komst ekkert áfram að ráði… rak svo augun í að það voru „tennur“ á skautunum. Skandall.  Auk bíósins og skautanna, fengum við rosalega marga skemmtilega gesti í litlum hópum og fórum í gott innflutningsparty.

Fermingin nálgast… við pöntum og bókum og alltaf hækkar talan á budgettinu! Okkur dettur ýmislegt í hug til að sporna við yfirgengilegri eyðslu akkúrat núna í kreppunni. Sumar hugmyndirnar eru alveg brilliant en sumar eru ekki prenthæfar þar sem mamma og tengdapabbi lesa stundum skrifin mín. Ég gleymi því bara, en er minnt á það inn á milli þegar þau vitna í bloggið. Eins og t.d. ein hugmyndin sem ekki er hægt að birta obinberlega, en það er þannig að það er alltaf verið að tala um umhverfismálin… „at beskytte miljöet“ og leggjum við okkar að mörkum til þess. Spörum vatnið og slökkvum ljósin. Þessvegna datt okkur í hug, að þar sem flestir gestirnir gista hjá okkur, að láta þau fara 2 og 3 saman í sturtu. Til að þetta gangi upp, verðum við Fúsi að fara í sturtu í vinnunum okkar og stelpurnar hjá nágrönnunum, Maggi og fjölsk. fara saman í sturtu (3), Pabbi hans Fúsa og kærastan fara saman (2) og mínir foreldrar (Sævar, Anna og Áskell) fara saman! Sös getur farið í sturtu í Kbh.

8 Responses to “

  • Guðrún Þorleifs
    15 ár ago

    Gangi þér vel að skipuleggja hagkvæma fermingu 🙂 Geðveikt gaman að slíku. Svo margir möguleikar 😉

  • Sólrún Ósk Sigurlaugsdóttir
    15 ár ago

    Þú kannt að koma orðum að hlutunum! „Eins og nornin í Hans og Grétu“ hahaha ég er ennþá að hlægja. lýsingarnar vanta ekki. Ég þarf svo greinilega að koma oftar í heimsókn og fylgjast með þrifunum!!!!! En ég held ég hjóli bara svo næst í miðbæinn, eða kannski betri hugmynd að taka bara taxa!!

  • þú gerir bara eins og siðast og færð kaffi á heimleiðinni 😉
    takk fyrir síðast 🙂

  • Takk fyrir að vera svona ábyggilega og halda alltaf áfram að blogga….. og það svona skemmtileg blogg…….. þú ert DÁSEMDIN EIN!!!!

  • Drífa Þöll
    15 ár ago

    Sparnaðurinn við sturtuvatnið er snilld. Ég held líka að það sé miklu skemmtilegra að hafa félagsskap í sturtunni heldur en að fara einn, það er hægt að gera svo margt: spjalla, syngja, dansa, ríma, búa til sápufroðu og ég veit ekki hvað…

  • og manstu þegar við mynduðum froðu á maganum á okkur og gerðum „sápukúlur“ milli maga og handleggja??? juuuu hvað við gátum eytt tímanum í það stundum!!!

  • LOL.. sturtu trixð er frábært !!
    Og, já ég man líka vel eftir svona líkams-sápukúlum.. hahah Þetta var mikið stundað í sturtunum í íþróttahúsinu í alþýðuskólanum hahah
    hlakka til að koma 🙂 knus og kiss

  • Hugmyndaflugið vantar nú ekki í kollinn þinn Dagný mín ;o) Hverjum öðrum hefði dottið þessi leið í hug, til vatnssparnaðar, öðrum en þér??? Júbb, kannski Söndru Maríu frænku minni (þú veist hver það er, er það ekki?)
    Kvitt fyrir komu og lestri
    Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *