Herðartrén

Við hjónin höfum alltaf verið frekar dugleg við að gefa hvort öðru gjafir svona upp úr þurru. Það eru oftast föt, skartgripir eða snyrtivörur sem verða fyrir valinu. Þegar ég gef Fúsa föt, þá get ég ekki beðið eftir að hann máti. Oftast segir hann: „æ, bara í í kvöld þegar við förum að sofa…“ En ég hamast og hamast: „gerðu það, mátaðu núna…“ eða „plííís, viltu máta“ eða „drullastu til að máta gjöfina mína karluglan þín“. Það kemur fyrir að hann gefur sig.

Um daginn gaf Fúsi mér gjöf. Ég var ógurlega spennt og sérstaklega því þetta var e-ð svo undarlegur pakki. Ég opnaði og í ljós komu 2 herðartré. Jamm. Herðartré sem hægt er að klemma pils og buxur á, auk þess að hægt er að hengja efribúksflík á og hún rennur ekki því það er svart glansandi gúmmí á herðartrjánum sem heldur efribúksflíkunum stabílum.

Ég sagði víst e-ð fátt. Fúsi sagði: „þú varst að tala um daginn að þig vantaði herðartré fyrir pilsin þín…“

Öhhh jújú, öhhh takk kærlega!

Ég lagði herðartrén á fatahrúguna í svefnherberginu og tókst að gleyma þeim eftir stutta stund. Nokkrum dögum seinna segir Fúsi með þvílíkt sárum ásökunartón: „ætlarðu ekki að prófa gjöfina mína???“

Ég meina það!

2 Responses to “Herðartrén

  • heheheh… og hvernig er það ertu ekki búin að prófa gjöfina núna og búin að jafna þig á hugmyndaflugi mannsins þíns í gjafakaupum ;o) (þú verður greinilega að passa þig þegar þú ert að tala um hvað þig vantar)
    Kv. Begga

  • LOL heheheheeeee góður!!!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *