í dag fórum við hjónin í A-Z… bara til að kaupa klósetthreinsi og ath hvort það væru til spes rammar sem passa inn í rammann sem ég er að hanna. Ekkert til og þessvegna bara keyptir 2 stk klósetthreinsir til að hreinsa 2 klósett 😀  En ferðin var samt ekki ónýt… á kassanum var snót í lægra lagi að dunda sér við að afgreiða fólk eins og okkur Fúsa. Hún var ósköp venjuleg… svona týpísk A-Z stelpa, heilsaði kurteisislega og spurði um póstnúmmer. En málið var að ég tók eftir pínuagnarlitlu eyrunum hennar áður en ég kom að kassanum og var því viðbúin. Ég hef aldrei séð svona lítil eyru… Hún sagði hæ. Ég hrópaði HÆ!!! Fúsi gaf mér olnbogaskot og hvasst augnaráð. Hún sagði „på beløbet?“. Ég hrópaði JÁjÁ… Fúsi spurði hvað væri eiginlega að mér…??? Ég tók hann aðeins frá kassanum og benti honum laumulega á eyrun. Hann gaf mér annað augnaráð… ég gat ekki almennilega séð hvað það þýddi. Nennti náttl bara að spá í því… hafði öðrum hnöppum að hneppa svo að það yrði ekki misskilningur á milli stelpunnar og mín. Hún spurði um póstnúmerið. Ég beygði mig fram og öskraði á hana „fireogtreshundred“. Hún horfði á mig og sagði svona „okay“ í einhverjum óskiljanlegum hneykslunartón… sko þetta var einmitt það sem ég hafði óttast… einhver misskilningur vegna þess að ég hrópaði ekki nógu hátt. Fatta ekki hvað ég get alltaf klúðrað hlutunum.

Síðan fórum við í Netto… var e-ð að gramsa í veskinu mínu í grænmetisdeildinni og fann þá hálfan Lionbar. Hafði alveg steingleymt honum (enda pottþétt nokkra mánaða gamall) og þegar hann lá þarna hálfnakinn, langað mig óstjórnlega mikið í hann. En þetta var náttl á lokunartíma leikskólanna og því fullt af börnum sem vita hvað Lionbar er, í kringum mig í Netto. Ekki fer maður nú að borða nakin Lionbar fyrir framan hóp af börnum og hvað þá þau sem töluðu táknmál (2 af þeim). Ég gat ekki hætt að hugsa um hann… var alltaf e-ð að laumupúkast og reyna að fá mér bita en það tókst ekki… það var þá sem ég beygði mig niður, þarna hjá ostinum, og stakk höfðinu eiginlega niður í töskuna og fékk mér bita… það var þá sem Fúsi barði mig í milligólfið!

Annars er bara fínt að frétta úr kreppunni í dagens DK, Fúsi vinnur minna, ég vinn þá bara meira og reyni að gera gagn hér innan veggja heimilisins.

Og svo ætla ég að rifja upp fyrir ykkur afmælis-óskalistann minn 🙂

  1. hátalar í hús
  2. hátalar í bíl
  3. ilmvatn frá CK
  4. Racer

kær kveðja D

3 Responses to “

  • Ég skil vel að Fúsi hafi gefið þér olnbogaskot og hvasst augnaráð, ég hugsa að ég hefði nú jafnvel bara stungið af og látið sem ég þekkti þig ekki ;o)
    Hvernig á racerinn annars að vera á litinn?
    Kv. Begga

  • hvada hvada… 😉
    audvitad hvítur!!! (sjá búðarglugga CC á Alsgade)

  • Þú ert bara fyndin!!!!

    ……. vona að Lionbarið hafi ekki verið orðið loðið …….. !!!!

    Annars flokkast þetta nánast undir heimilisofbeldi……. þrátt fyrir að þetta hafi átt sér stað fyrir utan veggi heimilisins!!!! …….. bara svona þér að segja ;o)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *