Dagný, hver er uppáhalds augnskuggapallettan þín? spurði píparinn.

Ég lendi ítrekað í því að vera spurð, af alls konar fólki, þá meina ég alls konar; vinnufélögum, gömlum sveitungum, iðnaðarmönnum, afgreiðslufólki; hver sé uppáhalds augnskuggapallettan mín. Ég veit að þetta hljómar ótrúlega og þið þurfið ekkert að trúa mér, ég myndi ekki sjálf gera það. En ég skal samt svara þessu og öllu um pallettuna í eitt skipti fyrir öll. Þið ykkar sem ekki hafið áhuga á snyrtivörum, sem eruð líklega frekar mörg því ekki er þetta snyrtiblogg, endilega ekki gefast upp við lesturinn. Færslan gæti snúist við og endað á röngunni. Hver veit.

Árið 2013, þegar Aldís var á öðru ári í menntaskólanum, fór bekkurinn í skólaferðaleg til Washington DC og New York. Hún kom frá Ameríku með gjafir handa allri fjölskylduni. Ég fékk augnskuggapallettu frá merki sem ég hafði aldrei heyrt um áður.

Ég féll alveg fyrir henni. Hún er lítil og meðfærileg og það er bæði hægt að nota hana hversdags og spari. Síðan er möguleiki á að nota hana í skyggingar á allt andlitið, mjókka eitt, hækka annað og venus liturinn er alveg sjúklegur ef það vantar áhersluljóma (highlight) t.d. á kinnbeinin, nefið eða á tvíhöfðann (biceps) eins og margt íþróttafólk gerir nú til dags. Ég efast um að þið vitið um hvað ég er að tala, ég veit það varla sjálf. Ég er bara að apa eitthvað upp sem ég hef einhvern tímann heyrt.

Þetta var það fyrsta sem ég eignaðist frá Urban Decay. En ekki það síðasta. Síðan 2013 hef ég oftast valið Urban Decay, þegar ég hef verið að endurnýja snyrtivörur eða bæta við. En hversvegna er ég svona hrifin af þessu merki? Jú, góð gæði, gott verð og litirnir eru svo gasalega pígmenteraðir eða hvað sem það heitir á fagmáli (aftur veit ég ekki um hvað ég er að tala). Hvert er ég svo að fara með þessu bloggi? Jú, nú kemur skellurinn. Þessar snyrtivörur eru ekki prófaðar á dýrum og margar af þeim innihalda engar dýraafurðir. Sem sagt, margar af þeirra vörum eru veganVegan hugtakið eða lífstíllinn „hræðilegi“ sem fær fólkið sem er svo öflugt í athugasemdakerfinu á DV til að sjá svart. Sem ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að sjá svart yfir lífstíl sem vill dýrunum, umhverfinu og plánetunni okkar í heild sinni, eingöngu gott.

Stuðmenn sungu um árið: „„Hann er vænn við menn og málleysingja, létt er æ hans pyngja, því margvíslegt hann styrkir málefnið.“  Fyrir mér er þetta eitt af grundvallaratriðum í hverri manngerð. Að mínu mati er þetta góður mannkostur. Og yfir þessum mannkosti trúi ég að allir mínir lesendur búi.

Ég fór í göngutúr með hundinn minn í dag á strönd hérna í nágrenninu. Eftir að við komum heim hefur hann verið viðþolslaus í einni loppunni. Ég er búin að margskoða loppuna, búin að skola vel inn á milli þófanna, hugga hann og vorkenna honum. Það er voðalega erfitt að horfa upp á dýrin sín þjást. Þó að „þjáning“ sé kannski ýkt í þessu tilviki en þið vitið hvað ég meina, þið kannist við þetta, það þarf ekki mikið til.

En hvað með dýrin sem þjást á bakvið luktar dyr og við sjáum aldrei? Dýrin sem þjást til þess að kremið sem við notum valdi okkur ekki kláða og útbrotum?

Við höfum öll skyldum að gegna gagnvart hvort öðru og samfélaginu í heild sinni. Við stöðvum á rauðu ljósi og bíðum pent í röð við kassann í Kaupfélaginu. Ekki vegna þess að það er þægilegast í stöðunni eða eitthvað sem okkur langar til, heldur vegna þess að það er siðferðislega rétt. Við viljum að það að standa í röð og að stoppa á rauðu rauðu ljósi sé almennt lögmál í okkar samfélagi. Öðruvísi getum við ekki sýnt hvort öðru siðferðislega virðingu. Svona er þetta í svo mörgu, við erum endalaust siðferðislega skyldug til að breyta rétt. Líka gagnvart málleysingjum og minniháttar.

Við teljum okkur vera að breyta rétt í daglegu lífi, líka þegar við grípum andlitskrem af handahófi úr hillu Kaupfélagsins. Það stendur aldrei á kreminu: „Varúð, þetta krem hefur verið prófað á dýrum með hræðilegum hætti og meðfylgjandi sársauka og þjáningum fyrir dýrið“. 

Dýr í snyrtivöruiðnaðinum (og í öðrum iðnuðum sem verða ekki nefndir í þessari færslu þó af nógu sé að taka) eru brennd, kæfð hægt, drekkt hægt, eitruð til dauða (líka hægt), svelt, ofþyngd, brotin, brömluð og misþyrmt á svo margvíslegan hátt að hugmyndaflug mitt nær ekki alla leið. Í snyrtivöruiðnaðinum eru ætandi efni sett á bera húðina (pelsinn rakaður af) og sterk efni sett í augun á þeim. Það þarf ekki að gúggla nema í ca. 1 mínútu og horfa á 2-3 myndbönd á Youtube til að fá allan sjá brot af hryllingnum. Öll þessi misþyrming fyrir maskara, andlitskrem, raksápu, kinnalit…? Allt fyrir hégómann í okkur mannfólkinu. Dýr í snyrtivöruiðnaðinum eru ekki dýr í eiginlegri merkingu, þau eru verkfæri. Sum sjá aldrei dagsbirtu, fá aldrei ferskt loft, fá aldrei klapp. Dýr sem eru notuð sem tilraunadýr eru mýs, rottur, apar, hamstrar, kanínur, kettir, hundar, hestar, kýr… svona mætti lengi upp telja.

Hér er örstutt vídeó sem sýnir muninn á heimiliskanínu og tilraunakanínu og öðrum dýrum.

Þessi iðnaður er lokaður heimur fyrir okkur flestum en samt svo opinn ef við viljum. Það tekur enginn krem né kinnalit úr hillunni og hugsar meðvitað með sér að það skipti engu máli hvort varan hafi verið prófuð á dýrum. Það er svo oft sem við vitum bara ekki betur. Það er ekki langt síðan ég vissi ekki betur. En núna, þegar ég veit betur og langar að breyta rétt og finnst sárt að hugsa til þess að dýr þjásist að óþörfu, langar mig að miðla því sem ég veit. Því það er algjör óþarfi að prófa snyrtivörur á dýrum. Það eru löngu komnar aðferðir þar sem dýr koma ekki við sögu. Og það er úr nógu að velja. Hér undir er listi yfir snyrtivörur þar sem dýr eru EKKI notuð sem tilraunadýr í framleiðslunni. Ég feitletra það sem ég hef prófað og líkað vel við og set stjörnu við mín uppáhaldsmerki.

Acorelle
Avalon Organics
Aveda
The Balm
Bare Essentials
Barry M
The Body Shop 
Burt’s Bees 
By K
Coop
Color Me Beautiful
Dr Hauschka
E. L. F. Cosmetics
First Price
Framesi
Fudge 
Gosh
H&M
John Paul Mitchell System
KMS
Less is More
MD Formulations
Montagne Jeunesse
Nilens Jord
Original Sprout
Rawgaia
PureOlogy
* Rudolph Care *
Sandstone Scandinavia
Smashbox
* Urban Decay *
Urtekram
Weleda
(Linkurinn er hérna)

 Að snyrtivöruframleiðendur noti ekki dýr í tilraunaskini, þýðir ekki endilega að varan sé vegan. T.d. innihalda sumar vörur hunang, býflugnavax og fitu úr ull af kindum.

Ég vildi óska þess að allar búðir sem selja snyrtivörur væru með lista hjá sér sem fljótlegt væri að fletta upp í þegar kúnninn spyr vegna þess að slíkar spurningar hljóta að vera orðnar algengar með aukinni vitundavakningu um dýravernd og velferð.

Þegar farið er að velja snyrtivörur má heldur ekki gleyma umhverfisverndinni og þar er míkróplastið (PE, PP, PET, PA, PMMA) orðið stórt vandamál. Míkróplast finnst í öllum mögulegum snyrtivörum og vegna smæðar sinnar, skolast það beint út í fráveituvatnið sem oft er notað á tún (í Danmörku allavega) og eða út í sjó og verður það huti af fæðukeðjunni okkar. Ekki það besta sem við látum ofan í okkur þar sem míkróplast getur valdið hormónatruflunum. Auk þess er það afar óumhverfisvænt. Jörðin, plánetan okkar, er orðin verulega sýkt af plasti.
Hér er góður listi yfir allskyns snyrtivörur sem seldar eru í viðkomandi löndum þar sem þær eru flokkaðar eftir því hvort þær innihalda míkróplast eða ekki. Því miður er Ísland ekki með á listanum en Íslendingar ættu að geta miðað við nágrannalöndin.

Mannfólkið hefur alla tíð verið hégómagjarnt og það er hluti af okkar eðli. Karlmenn vilja vera snyrtilega rakaðir, konur elska varaliti og bæði kyn nota botox (linkur um raunveruleikann á bakvið það hérna) og minkagerviaugnhár (sem eru mjög vinsæl í dag). Raksápu, varalit og botox er hægt að fá án þess að dýr hafi komið við sögu við framleiðslu þess en minkaaugnhár koma alltaf af minki. Margir minkaaugnháraframleiðendur og sölufólk halda því fram að hárin séu „cruelty free“ og einungis séu notuð hár sem duttu af minknum á náttúrulegan hátt…  Jáhá!?! Kom minkurinn bara labbandi inn og hristi sig? Og labbaði út aftur? Og neytendur bara fæddir í gær…?

Sumt er svo auðvelt að sniðganga, sumt er svo augljóst.

En margt af því sem við notum dagsdaglega er ekki augljóst og við sem neytendur vitum ekki og getum ekki vitað alla skapaða hluti. Heimili mitt er fullt af efnum sem hafa verið prófuð á dýrum. Róm var ekki byggð á einum degi en hún var samt byggð og margar hendur komu að þeirri byggingu.

Verum væn við menn og málleysingja.

*Mögulega geta komið fyrir einhverjar staðreyndarvillur, þar sem ég á svo margt eftir ólært.

Hér (linkur) er síðan listinn fyrir snyrtivörumerki sem nota tilraunadýr í framleiðslu sinni á vörunum:

Avon (1, 2, a)
Biotherm (L’Oréal) (1)
Chanel (2)
Church & Dwight Co. (1, 2)
Colgate-Palmolive (1, 2)
Coty (2)
Exuviance (6)
Gillette Company (Procter and Gamble) (1, 2)
GlaxoSmithKline (2)
Guerlain (1)
Elizabeth Arden (1)
Estée Lauder (1, 2)
Henkel (2)
Johnson and Johnson (1, 2)
Joico (2)
KAO (1, 2)
Kimberley-Clark (2)
Lilleborg (3)
L’Occitane (1, b)
L’Oréal USA (1, 2)
3 M (1, 2)
M. A. C. Cosmetics (Estée Lauder) (1, 2)
Mary Kay (1, 2)
Nair (Church & Dwight) (1, 2)
Neutrogena (Johnson and Johnson) (1, 2)
Nu Skin International (1, 2)
Oriflame (4)
Pevonia Botanica (7)
Procter and Gamble (1, 2)
Reckitt Benckiser (1, 2)
Redken (1, 2)
Revlon (1, c)
SC Johnson (1, 2)
Shisheido (1, 2)
Sebastian Professional (Procter and Gamble) (1, 2)
Unilever (1, 2)
Wella (Procter and Gamble) (2)
Yves Rocher USA (1)

Produkter
Adidas (Coty)
Ajax (Colgate-Palmolive)
Axe (Unilever)
Blenda (Lilleborg)
Biotherm (L’Oréal)
Bobbi Brown (Estee Lauder)
Braun (Gillette Company)
Calvin Klein (Coty)
Clairol (Procter and Gamble)
Clearasil (Reckitt Benckiser )
Clinique (Estee Lauder)
Colgate (Colgate-Palmolive)
Comfort (Unilever)
Cover-girl (Procter and Gamble)
Cutex (Coty)
Davidoff (Coty)
Define (Lilleborg)
DOLCE & GABBANA (Procter & Gamble)
Domestos (Unilever)
Donna Karan (Estee Lauder)
Dove (Unilever)
Dr. Greve (Lilleborg)
Duracell (Gillette Company)
Escada Fragrances (Procter & Gamble)
Garnier (L´Oréal)
Glade (SC Johnson)
Giorgio Armani (L’Oréal)
Gucci Fragrances (Procter & Gamble)
Head and Shoulders (Procter and Gamble)
Helena Rubinstein (L´Oréal)
Helene Curtis (Unilever)
Herbal Essences (Procter & Gamble)
Hever Bros (Unilever)
Hugo Boss (Procter & Gamble)
Jif (Lilleborg)
Joh Frieda (KAO)
Kerastase (L´Oréal)
Kleenex (Kimberly-Clark)
Klorin (Lilleborg)
Kotex (Kimberly-Clark)
Krystall (Lilleborg)
Lancôme (L´Oréal)
Lano (Lilleborg)
La Roche-Posay (L´Oréal)
Listerine (Johnson & Johnson)
Lypsyl (Lilleborg)
Lux (Unilever)
Max Factor (Procter and Gamble)
Maybelline (L’Oréal)
Milo (Lilleborg)
Mr. Muscle (SC Johnson)
Natusan (Johnson and Johnson)
Neutral (Unilever)
Neutrogena (Johnson & Johnson)
Nexcare (3M)
Oil of Olay (Procter and Gamble)
Olay (Procter and Gamble)
OB (Johnson and Johnson)
Omo (Unilever)
Oral B (Gillette Company)
Palmolive (Colgate-Palmolive)
Pampers (Procter & Gamble)
Pantene Pro-V (Procter and Gamble)
Pepsodent (Church & Dwight Co.)
Piz Buin (Johnson and Johnson)
Pond´s (Unilever)
Q-tips (Unilever)
Ralph Lauren Fragrances (L’oréal)
Redken (L´Oréal)
Salmi (Lilleborg)
Schwarzkopf (Henkel)
Sensodyne (GlaxoSmithKline)
Softsoap enterprises (Colgate-Palmolive)
Solidox (Lilleborg)
Sterilan (Lilleborg)
Sun (Unilever)
Sunlight (Unilever)
Sunsilk (Unilever)
Surf (Lilleborg)
Swiffer (Procter & Gamble)
Svint (Lilleborg)
Tampax (Procter & Gamble)
Vaseline Intensive Care (Unilever)
Vaselin Kløver (Lilleborg)
Veet (Reckitt Benckiser)
Venus (Gillette Company)
Vichy (L´Oréal)
Zalo (Lilleborg)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *