Nú er eurovision keppnin í sjónvarpinu… er ekki að horfa á hana… þetta er bara svona lágt stillt í bakgrunninum. Þetta er ekki sjónvarpsefni fyrir týpu eins og mig. Og myndi aldrei nokkurntíma segja nokkrum manni frá að ég hafi horft á nokkur lög í kvöld. Fólk hér myndi hugsa það sama um mig og ég hugsa um fólk sem horfir á þætti eins og guiding light og bold and beautful. Þessvegna horfi ég EKKI á þetta. Ég man þá gömlu góðu þegar við bjuggum á Grundtvigs Allé og við hjónin (þá kærustupar) sátum saman og horfðum. Þá var alveg skemmtilegt að horfa… þá var fólkið í næstum engum fötum. Keppendur þurftu að fara í gegnum fegurðarsíu og og allt leit vel út.

Núna er eru allir kappklæddir og sveittir. Alveg glatað að horfa… enda er ég hætt að horfa!

Ég náði samt að sjá hver vinnur áður en ég hætti að horfa. Belginn vinnur! I’m in love… Ég hitta hann í Aabenraa á morgun… grunar að hann sé með svaka flott læri innan undir þessum glötuðu buxum… en ég verð nú ekki lengi að klæða hann úr þeim. Finnst líka hárið á honum æði! Áfram Belginn 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *