Það er haldið áfram að bjóða mér í allskonar grúbbur, leiki, viðburði og atburði ‘a facebook. Vera fan af þessu og fan af hinu. Er búin að vera neikvæð hérna á blogginu áður en samt fæ ég svo margar beiðnir um að taka þátt star wars leikjum, kinky dýraleikjum, vera fan af Kringlunni og Vila (hver nennir að vera fan af þessum tveimur???) og að taka þátt í hinum og þessum fyrirlestrum og tónleikum. Reyndar finnst mér fínt að fá boð á viðburði. Líka þótt það séu viðburðir á Íslandi. Það gæti nú verið að ég væri stödd í Reykjavík þegar Esther væri með Cohen show (langar rosalega að sjá það).

Síðan fékk ég boð um að taka þátt í tunnumótmælum.

Ég fór inn á síðuna og skoðaði það sem fólk hafði verið að tjá sig. Finnst frábært að fólk láti í ljós óánægju sína og mótmæli á friðsaman hátt. Finnst frábært að fólk biðji fólk um að bera virðingu fyrir lögreglunni og ekki kasta hlutum í annað fólk. Ef ég væri íllasködduð eftir núverandi ríkisstjórn eða fyrrverandi ríkisstjórn, eða eftir útrásarvíkingana og hefði grátbeðið bankana um að ekki að lána mér krónu, myndi ég taka þátt. Ekki spurning. Ég myndi líka taka þátt ef mér findist á mér brotið, án þess að ég hafi tekið nokkurn þátt í því sjálf. T.d. með því að grátbiðja bankann um að lána mér ekki krónu og hindra það að ég keypti mér risahús á meðan ég var bagslast í hjúkkuskólanum. Myndi líka taka þátt ef ég hefði ekki farið á neysludjamm og keypt mér Eggið, stóran og flottan jeppa, farið í cruisesiglingu fyrir sunnan Ástralíu og farið í shoppingtúr til USA. Vá hvað ég myndi berja þessar blessuðu tunnur og mótmæla barnabótalækkunum, skerðingu í heilbrigðiskerfinu og öllu þessu ömurlega sem er að gerast undir núverandi ríkisstjórn. Ömurlega ríkisstjórn! Ömurlega ríkistjórnarskítapakk… hver kaus þetta eiginlega? Hvað var að fyrrverandi ríkisstjórn? Hefði hún ekki bara átt að vera? Nei, það var líka bara skítapakk og ég myndi mótmæla og heimta þjóðarstjórn (sem ég veit varla hvað er) og að það verði allskonar fólki úr öllum stéttum samfélagsins smalað saman. Sé fyrir mér flottan arkitekt úr Reykjavík, bónda úr Hjaltastaðaþinghá, sjórara frá Sjúgandafirði, hestamann úr hestamannafélaginu Létti og kláran dýralækni að sunnan (er alveg með einn í huga, klár kall og niðrá jörðinni) og húsmóðir úr Hafnafirði, saman komin í ríkisstjórn. Ætli þessu fólki tækist að galdra fram peninga og fleiri „ressource“ (resources á þýsku) þannig að barnabætur myndu hækka aftur, háskólasjúkrahús myndi rísa á Aglastöðum og allir fengu draumajobbið sitt og gætu horfið aftur í gamla góða lífið og neyslusukkið.

Ég myndi kannski mótmæla ef ég þekkti einhvern sem væri að mótmæla… þekkir einhver einhvern sem er að mótmæla? Myndi kannski líka mótmæla ef ég þekkti einhvern sem væri verið að bera út, með svöng börnin í hælunum og viðkomandi ætti sjálfur allsenga sök á sínum vandamálum. En þekki bara ekki hræðu. Þekki heldur ekki neinn sem þekkir einhvern sem verið er að bera út.

Ég er allsekki að gera lítið úr ástandinu á Íslandi, veit líklega sem minnst um það (hef allavega fengið að vita það), og finnst ömurlegir allir þessir niðurskurðir í heilbrigðisgeiranum, lækkun barnabóta og svívirðilegt að leggja eigi Húsavík niður! Skilst að ríkisstjórnin sé bara sofandi og eigi skilið að fá kúkableyjur, ónýtan mat og steina í hausinn. Arrrggg akkúrat þetta pirrar mig. Mótmælaaðgerðir þar sem beitt er eyðileggingum og ofbeldi ásamt umræðunni á tunnumótmælaboðsíðunni á FB. Þar var einmitt ein sem talaði um kúkableyju í haus á einhverjum (kúkableyjur eru ógeð!!!) Og önnur sem vældi yfir því hvað löggan var vond við blinda og tannlausa ömmu hennar. Löggan ógnaði bara ömmunni og öllum hennar vinum með táragasi, þó að hópurinn væri ekki að gera neitt! Þessvegna á löggan líka skilið að fá kúkableyju í hausinn. Og svo var stungið upp á að fara heim til ráðherrana. Ráðherrar hafa alltaf verið tilfinningalausir og börnin þeirra líka…já einmitt, bara hræða líftóruna úr þessu pakki, börnunum og gæludýrunum líka.

Finnst oft umræða og mótmæli almennings vera á svoldið lágu plani… sorry!

En kæru lesendur, það er ljós eða það kemur ljós. Nú eru kínverjar að hjálpa grikkjum útúr sinni græðgiskreppu… kannski aðrir skáeygðir komi til Íslands og geri kraftaverk með kannski komandi nýju þjóðstjórn og bjargi landanum 🙂

2 Responses to “

  • Sigrún
    14 ár ago

    Hi hi, þú ert krútt og ég vildi að við gætum mætt á jeppanum mínum og mótmælt saman einhverju svona fokking fokk. Kannski bara borgarstjóranum, en mér finnst hann samt pínu fyndinn, vildi bara að hann væri að leika fleiri hlutverk en bara borgarstjóra. Hann setti á sig Reykjavíkur tattú, ég skildi það ekki eins og margt sem ég skil ekki í dag 🙂

  • ég sjalf
    14 ár ago

    hi hi fattaðirðu hver dýralæknirinn er? 😉 ég myndi vilja mótmæla á jeppanum þínum (hvernig áttu annars?) og þá myndi ég helst vilja mótmæla dýru áfengi á íslandi og mótmæla ÁTVR… síðan myndi ég lika mótmæla ljósabekkjanotkun og brúnkukremum!
    Borgarstjórinn… hver er annars borgarstjóri núna? 🙂
    lov u

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *