Langflestar bækurnar okkur eru komnar á sinn stað og ég er rosalega sátt, neeema hefði kannski viljað hafa hilluna svoldið stærri! Gerðum okkkur ekki alveg grein fyrir bókafjöldanum. T.d. taka hjúkkubækurnar mínar 3 hillur. Ken Follet tekur 1 hillu þegar ég verð búin að eignast alla nýjustu trilogiuna og unglingabækurnar mínar taka 3 hillur (get bara ekki losað mig við þær á þessum tímapunkti). Það eru 3 hillur fráteknar fyrir vasa frá góðri vinkonu, Ditte Fischer skál og hræbillíga smáblómavasa. Það var nefnilega alltaf meiningin að hafa nokkrar puntuhillur… og 2 fyrir prjónadótið.Í allt eru 30 hillur.

En bókaflóran er breið því Fúsi á svo mikið af skrítnum bókum. Ég átti í mesta basli í gær með að stjórnast í hvar þessar skrítnu bækur hans ættu að vera. Nú búa þær allar, minar og hans, hlið við hlið þétt upp að hvor annarrar rassi. Þær virðast líka vera nokkuð sáttar, nema Birtingur… hann mótmælir hástöfum yfir að vera settur upp að „En shopaholic i New York“. Það er algjörlega langt fyrir neðan hans virðingu. Ég þarf aðeins að breyta greinilega. En „Ófrísk af hans völdum „ (unglingabók) er í skýjunum yfir að vera stillt við hliðina á „Leiðin að betra kynlífi“. Ekki skrítið að hún skuli vera ólétt!

Annars njóta þær sín og má finna allt frá Ronju ræningjadóttur, til Hitchhikers guide to the galaxy, til A. Antonovskys, til Anne B. Ragde og til Skræpótta fuglsins. Vinningshafinn í fjölda er Stephen King og vinningshafinn í tilfinningalegu verðmæti er Birtingur, þrátt fyrir að vera græn, þvæld og íllalyktandi.

Bækur sem ég verð að eiga og þarf nauðsynlega að kaupa eru 2/3 af Stieg Larssons trilogiunni, Helbrederen II eftir Noah Gordon og nokkrar fleiri. Sumar bækur eru bara svo góðar að það er ekki hægt annað en að eiga þær.

Síðan eru það bækurnar sem eru í kassanum sem við vitum ekki hvert á að fara… einhverntíman var mér sagt að maður henti aldrei bókum. En það geri ég ef engin vill eiga…

Þannig að vill einhver eiga:

  • · Sandhedens smerte e. Diane Chamberlain (algjört væl)
  • · Ronja Ræningjardóttir 2006 útgáfa og hrikalega ljót forsíða
  • · Óli Alexander
  • · Ævintýraeyjan e. Enig Blyton (áttum 2)
  • · Bestu vinir e. Andrés Indriðason (áttum 2)
  • · Regnbogabörnin 1 og 2
  • · Njóttu lífsins (e-ð rugl)
  • · Dönsk/ísl Ísl/dönsk lítil orðabók 2stk
  • · Pocket english dictionary
  • · Oxford students dictionary of current english
  • · Káta er engum lík (líka e-ð rugl)
  • · Dagbók prinsessu Diana

Látið bara vita, annars fer þetta með næstu ferð útá hauga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *