Síðasta föstudagskvöld féll jólasnjórinn og 6 manna vinkonuhópur stillti sér í upp í biðröðina á Penny til að vera með í þeim viðburði. Á örstuttum tíma komumst við inn fyrir dyrnar en þaðan mjökuðumst við örfáa metra á ótrúlega mörgum mínútum… en það er aukaatriði. Við hrepptum bjórinn, stálumst útum bakdyrnar og útí bakgarðinn þar sem hluti af lagernum er geymdur, til að reykja og vorum neytað um inngöngu sömu leið… þurftum víst að fara hringinn sem er um 2 km. Þá kom bládoppóttur jólasveinn og sagði okkur að vera ekki að þvælast þarna í bakgarðinum, þetta væri aðeins fyrir staffið, og sendi okkur inn um leynihurð (thanks Santa). En þetta er líka aukaatriði, alveg eins og atriðið þegar við stálumst til að reykja útum gluggann og þegar ég missti töskuna mína útum sama glugga og stakkst næstum á hausinn við að sækja hana.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem við vorum á Penny… allsekki.

Það hefur gerst að ég hef fengið snepil með símanúmeri í hendurnar og einu sinni í rassvasann á gallabuxunum. Það eru náttl allskonar týpur á Penny og ég er líka allskonar týpa þannig að ég á alveg séns eins og hinar… og svo brosir maður bara og miðarnir fara í ruslið.

Og nú kemur að aðalatriðinu. Síðasta föstudagskvöld gerðist svolítið sem ég hef verið í vandræðum með að túlka. Ég fékk miða sem fór ekki ruslið.

Á barnum stóð við hliðina á mér lítill strákur, ábyggilega ekki deginum eldri en 22ja og vinnuvöðvabúnt. Hann setti samanbrotin miða oní hálsmálið hjá mér.

Ég: „hættu þessu“ og tók miðann upp og rétti honum

Hann: „nei, þú verður að geyma þetta rosalega vel, þetta er svo gott“ og stakk miðanum aftur oní hálsmálið hjá mér.

Ég: „já ok, fínt“ og ætlaði að reyna að troða mér í gegnum þvöguna í burtu frá barnum.

Hann: leit í augun á mér og sagði: „ég meina þetta, þú verður að passa miðann ofboðslega vel… finndu vöðvana á undirhandleggnum á mér…“ og hnyklaði vöðvann eins og hann gat!

Ég: „fínn vöðvi“ og potaði í handlegginn á honum og reyndi aftur að komast í burtu með miðann á milli brjóstana.

Hann: „ þetta er ógeðslega gott“

Ég hafði ekki hugmynd um hvort honum hafði fundist gott að ég potaði með vísifíngri í hnyklaðan vöðvann eða hvað hann meinti. Ég komst allavega í burtu og sótti miðann niður í hálsmálið. Leit á hann og sá að þetta var uppskrift af kjötrétti!!! UPPSKRIFT! Lít ég út fyrir að hafa gaman af að elda mat??? Ég hef nú velt því fyrir mér í viku, hversvegna miða með uppskrift var troðið oní hálsmálið hjá mér.

En uppskriftin hljómaði vel og 22ja ára vinnuvöðvabúntið sagði að þetta væri ógeðslega gott..

Og þar sem ég að sjálfsögðu geymdi uppskriftina var það kvöldmaturinn í kvöld.

Penny Lane uppskriftarmiðinn:

2 stk grønne peber

6 stk forårsløg

1 stk grøn chilli (ó, ég setti 2… en grænn er ekkert sterkur, svo thad er fint ad setja 2 stk)

3 spsk vindruekerneolie

400 g oksekød

3 spsk Hoi sin sauce (held ég hafi sett 6 spsk)

3 spsk hønsebouillon

½ spsk fem krydderi

Stjerneanisfrø

Hel kanil

Hele peberkorn

Og ég hafði bara rís og brauð með…. HRIKALEGA gott!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *