Lúffaði…

Já, hvort sem þið trúið því eða ekki, þá lúffaði ég fyrir húsbóndanum varðandi jólaskrautið. Þetta er ólíkt mér og hef ég ekki í hyggju að endurtaka þessháttar athæfi. Ég vil síður vera kölluð lúffa.

IMG_2068

Það er reyndar ágætt að pakka þessu rykfallna skrauti niður í kassa og henda ofþurrkaða jólatrénu út. Láta sér síðan hlakka til næstu árstíðar þar sem öll loforð um snjókomu í næstu viku eru að renna útí sandinn og ekkert er að verða úr þessum vetri.

Fjölskyldan svaf út í morgun og dröslaðist á fætur kl. 9. Allir voru virkjaðir í verkið…

IMG_2079

og tilefnið tilvalið til að fara í sparifötin.

Restinni af deginum hef ég eytt úti í svaðinu með hundinn, bakað pönnukökur og uppgötvað nýja rödd. Ég er með bassarödd. Hún er svo djúp að ef ég legg höndina á bringuna þá víbrar allt. Fannst þetta svo merkileg uppgötvun að ég sagði við eiginmanninn að ég þyrfti í rauninni að youtube´a þetta. Það fannst honum afar afleit hugmynd. Mér finnst hans skoðanir oft afar afleitar.

Mér sárnaði stuðningsleysið og fór bara að lesa…

2013-12-27 15.24.50

… bók sem yndislegir vinir mínir á Íslandi gáfu mér.

Eigið góða helgi!

 

p.s. TAKK fyrir öll jólakortin, myndirnar og jólabréfin… skoðaði aftur í dag.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *