Ég taldi myndirnar mínar

Stundum hefur mér dottið í hug að telja e-ð sem ég á. Og blogga um það. T.d. í mars 2013 taldi ég öll herðatrén í húsinu og væri ég ekki hissa ef örlítil prósenta af ykkur lesendum, hafið hugsað með ykkur að ég væri væntanlega með einhverja þroskahömlun. Öðrum orðum, vangefin. En mig vantaði bara herðatré og á sama tíma blöskraði mér hversu mörg herðatré héngu í nánast öllum herbergjum í ljósi þess að ég er hvorki tískudrós né fatafrík. Reyndar bloggaði ég 2svar um herðatrén… ég á 161 stk.

Ég hef talið fleiri hluti en tel mig samt þónokkuð heila… þ.e.a.s. án nokkurrar þroskaheftingar.

Í gær tók ég harðadiskinn í notkun… jólagjöfina frá eiginmanninum muniði?

2014-01-12 22.10.42

Það kom þetta fína ljós á græjuna og ég byrjaði að taka til í kastkassanum (dropboxinu) og í tölvunni. Svona til að þið haldið ekki að ég sé eitthvað vélmenni eða japani með snilligáfu, þá er ég ekki sú beittasta í svona tækjum. Samt einkennilegt þar sem vinnan mín nánast snýst um að stjórna og stilla tæki, græjur og vélar. (Ég hef fundið framtíðina á mér þegar ég fór á Vélstjórabraut í VMA þegar ég var 17 ára).

Allavega… ég taldi nýjustu myndirnar mínar.

Ég á 3406 símamyndir, bæði flottar útimyndir og svona skemmtilegar tækifærismyndir eins og þessa fyrir ofan. Ætti líklega 17000 ef ég væri ekki svona iðin við að eyða.

Síðan á ég 467 Canonmyndir en ætti líklega 2777 ef allar hefðu verið sjúklega góðar. Ég er svoddan viðvaningur á þessa myndavél ennþá… það eru of margir takkar… of margar stillingar… Spítali Sönderborgar krafðist 2ja ára aukamenntunar af mér til að vera á gjörgæslunni… Canon ætti að senda mig á 2ja mánaða stillingarnámskeið… Eða senda okkur japanskan þræl (au-pair).

Á 18 mánuðum hef ég tekið og geymt 3874 myndir. Ég legg það ekki á heilsuna að telja myndirnar okkar síðan við urðum stafræn.

Annars er ég alveg til í að telja fleiri hluti heima hjá mér… hef ósköp lítið annað við tímann að gera… þarf bara að leggja höfuðið í bleyti í bala.

P.S. Finnst komin tími á eilítið hrós fyrir hversu góð ég er í að nota íslensk nafnorð! T.d. skrifaði ég „stafræn“… 2tal cool!!!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *