Allar ástæðurnar fyrir góða skapinu í dag.

Ég er búin að vera í svooo góðu skapi í dag. Það góðu að ég tók myndir af blómunum í garðinum mínum.

IMG_1555

Man ekkert hvað þetta heitir en það virðist lifa þrátt fyrir að vera í krukku og vera algjörlega háð minni vökvun.

Sólin hefur skinið, ég fór í klippingu og litun (langþráð yfirhalning) og Vikan kom með póstinum.

Það var í síðustu viku sem ég auglýsti vel (hérna) og vandlega að ég væri í Vikunni OG í Austurglugganum. Var í hvorugu. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu stórt blað Vikan væri, hélt að það liðu bara 2 dagar frá skilun og til birtingar. En nei nei, þetta er alvöru blað. Austurglugginn hinsvegar forfallaðist í síðustu viku og í þessari viku „gleymdist“ég. Ég veit ástæðuna fyrir forföllununni og gleymskunni. Ég sendi nefnilega inn mynd af mér í ljónabúningi í Loðmundarfirði. Það hefur verið too much. Skil það. 

Ég hefði betur sent aðra mynd af mér, t.d. ljúfa Maóría mynd eða saklausa KISS mynd. Einhverja sem hefði verið birtingarhæf fyrir alla, viðkvæmar konur og kalla. Þá hefði ég haft erindi sem erfiði. Ég hefði nefnilega þegið rönd af kókaíni þessa helgi, hefði ég verið eiturlyfjaneitandi, það sem ég var að vinna 12 tíma næturvaktir, smá aukavinnu heima, skila bæði í Vikuna og Austurgluggann og mæta í myndatöku. Sko, þetta með kókaínið var grín. Slæmt grín. Ég er mjög á móti eiturlyfjum, meira á móti þeim en dönsku konungsfjölskyldunni.

Og þetta með „að mæta í myndatöku“ var aðeins ýkt. Hljómaði bara svo vel.

Sannleikurinn var sá að ég vaknaði um miðjan dag, krumpuð og rosalega úríll. Púðraði mig og sagði Fúsa að koma með mér niður á höfn. Hann ætti að taka mynd. Alltaf þegar ég bið hann um að taka mynd, verður hann öfugsnúinn og fýldur. Jæja, þarna var ég aftur að grínast. Ég var að varpa mínum tilfinningum yfir á hann. Það heitir „projektion“ á dönsku.

Fúsi tók þessa mynd. Ég varð að vera í fjarlægð því ég var of andfúl.

IMG_1385Sem birtist í Vikunni í dag. Fúsi las Vikuna. Hann er töff gaur.

Og Aldís sá þetta líka…

Æ leyfið mér að vera ánægð og auglýsa þetta ýtarlega. Að mínu eigin mati er þetta flottasta opnan í Vikunni þessa vikuna. Fleiri myndir og myndbönd er að finna á snapchattinu: Alrun

Já ég var svo sannarlega í góðu skapi í dag.

Ég fór líka í afmælisveislu, óboðin og fékk margt gott í kroppinn. En tók nú enga mynd af því. Bara af blómunum í garðinum mínum. IMG_1533 IMG_1544

Annað er einhversskonar rósategund. Líklega japönsk. Hitt man ég aldrei hvað heitir en á að vita það. Mamma átti svona á Tókastöðum. Held ég. Man það samt ekki alveg.

Að lokum; ég var að fá myndirnar frá síðasta viðburði Pink Ladies og þær eru æðislegar. Bara til að gera skapið enn betra! Þær verða fljótlega birtar eftir smávægilegar lagfæringar.

Við hjá Pink Ladies vitum að við skuldum helling af myndum en það er svona þegar við erum með vinsælan og kláran ljósmyndara á okkar snærum… Hann er bókstaflega að drukkna í verkefnum því hann er einn sá besti á svæðinu.

En svona fyrir ykkur, til að missa ekki af neinu þá endilega lækið síðuna okkar hérna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *