Hver er hvaðan?

Í dag varð ég að spyrja sjálfa mig óvenju stórrar spurningar: frá hvaða plánetu kem ég? Eða frá hvaða plánetu koma hinir? Því það getur bara alls ekki verið að við komum öll frá sömu plánetunni. Til þess erum við of ólík. Ef við kæmum frá sama hnetti, myndum við skilja hvort annað betur. Getað sett okkur í spor annarra, þótt ekki væri nema örlítið. Gætum skilið afhverju sumir velja að gera það sem þeir gera og jafnvel virt það.

Ég hljóma eins og fórnarlamb vanvirðingar, misskilnings og óskilnings. Nei það er ég ekki, nema óskilnings. Getur virkilega verið að Ísland og Danmörk séu á sitthvorri plánetunni? PLATO_ExoPlanets (1)

Ég er allavega frá þessari sem er þriðja frá sólu. Danmörk hlýtur að vera á sveimi einhverstaðar í kringum mína.

Það er að minnsta kosti himinn á milli þessara tveggja menningarheima. Þótt við séum sögð bræður Dana og þeir frændur okkar þá hlýtur bara annað hvort við eða þeir að vera rangfeðraðir. Punktur. Og andskotinn.

Á morgun ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt með stelpunum frá minni plánetu.

462962_376881692351645_1897228513_o

PINK LADIES ætla að halda fund og styðja við brjóstin. Hérna getur þú skoðað síðuna okkar og kannski gefið okkur lítið læk.

Síðan myndi ég kaupa Vikuna í þessari viku ef ég væri þið, já og Austurgluggann líka. Hver veit nema ég sé í þeim báðum. Hver veit nema það sé opnu viðtal við mig í öðru hvoru blaðinu um það hvernig ég grenntist í móðurkviði og hef haldið því í 40 ár með því að lifa á krækiberjum fyrstu 26 ár ævi minnar og eftir það á engu.

Hey, ekki trúa bullinu í mér. Kaupið bara bæði blöðin og athugið hvort þið finnið ekki mynd af mér einhversstaðar.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *