Um mig

Ég heiti Dagný Sylvía Sævarsdóttir, er fædd 1975 á Seyðisfirði og uppalin á Tókastöðum í Eiðaþinghá þar sem við vorum mestmegnis með hesta og kindur. Stærstum hluta æskunnar varði ég á heimavist í Grunnskólanum og í Alþýðuskólanum á Eiðum. Í fríum fór ég til pabba í paradísina (að mér fannst) á Akureyri þar sem hann bjó nánast við hliðina á Bláa Turninum (sjoppunni) á horninu á Norðurgötu og Gránufélagsgötu. Þar gat ég líka labbað í sund. Það var það besta.

Árið 1993 kynnist ég Fúsa (Sigfúsi Jónssyni) sem er frá Fellabæ city, nánar tiltekið aðalgötunni þar sem hlutirnir gerðust í þá daga. Við eignuðumst tvær dætur, Aldísi Önnu ´95 sem varð stúdent 2014 og hefur síðan þá flakkað á milli Eiða og Parísar. Núna býr hún í Stokkhólmi og Ásrúnu Svölu ´97 sem varð stúdent 2017. Svala býr enn heima að nafninu til, en er annars á flakki um heiminn.

Aldis 049 FB ©Patricio Soto(Þessi mynd er tekin í júni 2014 þegar Aldís varð stúdent. Ljósmyndari: Pato Soto)

Árið 2001 fluttum við til Sönderborgar í Danmörku í ævintýraleit. Fúsi sem var smiður, lærði tæknihönnun og hefur verið hjá sama fyrirtækinu síðan. Ég fór krókaleiðir og endaði á að læra hjúkrunarfræði, síðar gjörgæsluhjúkrun og vorið 2017 kláraði ég þriggja ára diplómanám í klínískri kennslu. Ég starfaði á gjörgæslunni í Sönderborg í sjö ár og í ágúst ’17 sagði ég upp og fór í afleysingar til Noregs á vegum Power Care.

Árið 2013 fluttum við  inn íslenskan fjárhund frá Íslandi því nágranninn hafði fengið sér 12 hænur. Okkur fannst tilvalið að búa til sveitaumhverfi í miðbæ Sönderborgar. Við völdum íslenskan því sú tegund er sú eina sem mögulega skilur okkur. Hsnn tannburstar sig sjálfur. IMG_9569

Þó svo að okkur líki stórvel í Danmörku, eru ræturnar klárlega á Íslandi og þá sérstaklega fyrir austan. Héraðið, Loðmundarfjörðurinn og Seyðisfjörðurinn eru í uppáhaldi, ásamt ótal öðrum stöðum.

Við horfum á fréttirnar á RÚV á hverju kvöldi, einnig á Útsvar og Landann.

Þið finnið mig á: 

Facebook: Alrunarblogg

Instagram: alrun75

 

 

 

 

 

 

Unable to display Facebook posts.
Show error

Error: Error validating application. Application has been deleted.
Type: OAuthException
Code: 190
Please refer to our Error Message Reference.